Þetta finnst mér óborganlegt!

Stjórnvöld í Madrid hyggjast láta færa minnisvarðann um Kristófer Kólumbus 100 metra og setja hann aftur þar sem hann stóð í næstum heila öld, þar til 1973, á hringtorg í miðbænum. Tilgangurinn er nákvæmlega enginn en verið er að fylgja þeirri kenningu hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans John Maynard Keynes að betra sé að láta verkamenn vinna við að grafa holur og fylla upp í þær aftur og greiða þeim fyrir það, frekar en að láta hagkerfið verða af margfeldisáhrifunum sem tekjur þeirra hafa. Færsla minnisvarðans krefst vinnu 65 manna út þetta ár og þeir hafa þá eitthvað að gera á meðan. Atvinnuleysi hefur aukist hraðar á Spáni en í nokkru öðru ríki Evrópusambandsins.

Athugasemdir

athugasemdir