Nú, áratugum síðar, er hann helsta driffjöðrin bak við fjórðu myndina um Tortímandann góðkunna, Terminator Salvation. Til að hafa allt sem raunverulegast í myndinni notast Nichol í fyrsta sinn við alvöruvélmenni en fram að þessu hefur Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, túlkað Tortímandann af stöku listfengi.
Nichol segir áhorfendur kvikmynda orðna ákaflega kröfuharða og nú sjái margir í gegnum hin og þessi gervi og vilji hafa hlutina sem næst raunveruleikanum, enda ætti það að vera hægt með allri þeirri tækni sem nú hefur litið dagsins ljós. Myndin er væntanleg á tjaldið í byrjun júní og ætti að verða verulegt augnakonfekt eftir því sem Nichol vélmennagúrú lofar.