Í fangelsi fyrir að klæðast sem nunnur á Krít

Sautján Bretar sitja nú í fangelsi á grísku eyjunni Krít og bíða ákæru fyrir að klæða sig upp sem nunnur og valsa þannig um bæinn Hania sem er vinsæll ferðamannastaður. Grikkir eru ákaflega viðkvæmir fyrir glensi og gríni á kostnað rómversk-kaþólsku kirkjunnar og líta málið mjög alvarlegum augum. Heimildarmaður innan lögreglunnar, sem breska blaðið Telegraph ræddi við, sagði að fólkið yrði ákært og í framhaldinu líklega sektað. Hann taldi hins vegar ólíklegt að fangelsi biði þeirra.

Athugasemdir

athugasemdir