Grátbroslegt

almenn myndÞegar ég sá fyrirsögnina í þriðja sæti á mest lesið-lista dv.is, Gils eldar fyrir sjálfboðaliða, verð ég að játa að mér datt fyrst í hug að undir henni væri að finna frétt um einhvern nýjan vinkil á þessu sorglega máli Egils ‘Gillzenegger’ Einarssonar og blaðamanni hefði orðið hált á að stafsetja viðurnefnið, stafsetningarvillur rata inn í bestu fjölmiðla.

Þá reyndist fréttin fjalla um Gils Harðarson, atvinnulausan kokk sem eldar ofan í sjálfboðaliðana hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Þessi ranga tenging mín er skínandi dæmi um auðkenningu (e. branding), hraða hennar og virkni í netmiðlasamfélagi nútímans sem treystir öðru fremur á táknsæi, að eitt orð, hugtak eða mynd segi lengri sögu eða gefi mótaða hugmynd án frekari tafa. (MYND: Muni einhverjir það ekki er þetta almenna myndin mín sem tekin var í notkun í maí og ég set við pistla sem ekki er alveg augljóst með myndskreytingu á.)

Væntanlega er þarna einn angi þeirrar staðreyndar að yngri kynslóðir lesa orðið varla nokkurn skapaðan hlut. Mér gæti svo sem ekki verið meira sama en hef engu að síður verið að glugga í ágæta meistaraprófsritgerð Hildar Óladóttur í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri sem ber titilinn Ég er alveg að lesa mikið, ég hef bara ekki tíma núna. Sú klausa ein segir nánast allt.

Athugasemdir

athugasemdir