Á dauða mínum átti ég von

slandViðtal mitt við Deutsche Welle hefur heldur betur farið víða um heimspressuna. Síst átti ég von á að viðtal við mig yrði birt einhvers staðar á kínversku en sú er nú orðin raunin eins og sjá má hér. (MYND: Ísland er land þitt…eða var.)

Hérna gefur svo að líta enska útgáfu viðtalsins á síðu Deutsche Welle og eins er til þýsk útgáfa sem er sú upprunalega. Þá hef ég fundið viðtalið í tyrkenskum fjölmiðlum. Því miður vantar í viðtalið þegar ég segi skoðun mína á Sigurjóni Árnasyni landráðamanni, það hefði verið ánægjulegt að kynna heimsbyggðinni hana. Það er heppilegt þegar rektor Háskólans í Reykjavík situr í bankaráði Landsbankans og getur veitt fyrrum stjórnendum bankans skálkaskjól. Reyndar neyddist rektor til að segja bankastjóranum upp nú nýlega og var opinbera skýringin sú að hann hefði aðeins verið ráðinn tímabundið. Af hverju efast ég um sannleiksgildi þeirra orða?

Hins vegar geta áhugasamir kynnt sér afstöðu mína til Landsbankakóngsins hér í viðtali við Sindra í Íslandi í dag sem hann spilaði einstaklega vel úr. Virki tengillinn ekki nægir að fara á síðu Vísis og velja þar Ísland í dag frá 25. ágúst.

Brynjar Níelsson heldur því fram að brot Sigurjóns kalli í mesta lagi yfir hann nokkurra mánaða fangelsi. Verði það raunin sannar það endanlega að íslenskt dómskerfi er handónýtt. Þessi maður á að horfa í gegnum rimla á meðan hann lifir. Spyrjum að leikslokum.

Athugasemdir

athugasemdir