Archive | Pistlar

Stærsta fölsunarmál innflytjendapappíra í sögu Bretlands

Þrír Indverjar eru nú fyrir rétti í Bretlandi, ákærðir fyrir að falsa hundruð umsókna um vegabréfsáritanir og selja ólöglegum innflytjendum. Er hér um að ræða umfangsmesta fölsunarmál slíkra pappíra í sögu Bretlands.

Gögnin voru slík dvergasmíð og svo til þeirra vandað að starfsmenn breska útlendingaeftirlitsins stimpluðu pappírana í flestum tilfellum án þess að hugsa sig tvisvar um. Falsararnir, sem vitaskuld eru sjálfir ólöglegir innflytjendur, voru svo sannfærðir um ágæti verka sinna að þeir buðu viðskiptavinum sínum hiklaust þá neytendavernd að þeir þyrftu ekkert að greiða fyrir pappírana fengju þeir ekki dvalarleyfi í Bretlandi út á þá.

Continue Reading
wolfblass

Gamalt vín á….plastbelgjum

Ástralski vínframleiðandinn Foster’s ríður nú á vaðið með léttvín í plastflöskum með umhverfissjónarmið fyrir augum. Plastið í flöskunum er látið líkjast gleri í útliti svo sem kostur er en á móti kemur þó að ekki þykir ráðlegt að geyma vínið lengur en í tólf mánuði í þessum nýju umbúðum sem Foster’s setur að sjálfsögðu á […]

Continue Reading

Ron Howard hvetur Vatíkana til að sjá Engla og djöfla

Leikstjórinn Ron Howard hvetur embættismenn Vatíkansins til að sjá kvikmyndina Englar og djöflar áður en þeir gagnrýna hana. Þarna er um að ræða annað stykki úr smiðju Dan Brown en margir minnast bókarinnar og kvikmyndarinnar Da Vinci-lykillinn sem olli slíkum úlfaþyt, hvort tveggja innan Vatíkansins sem kaþólsku hreyfingarinnar Opus Dei, að menn muna varla annað eins.

Continue Reading
naglahaus

Negldur!

Lögreglan í Sydney í Ástralíu birti á föstudaginn röntgenmynd af höfði kínversks innflytjanda sem skotinn var 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu í fyrrahaust. Tvö börn fundu lík mannsins vafið inn í teppi en hann hafði verið búsettur í Ástralíu síðan árið 2000. Yfirmaður morðdeildar lögreglunnar í Sydney sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt […]

Continue Reading

Til eru fræ sem fengu þennan dóm

Tíu manns eru í haldi lögreglunnar í Osaka í Japan, tveir fyrir að bjóða kannabisfræ til sölu á Netinu og átta fyrir að þiggja boðið og kaupa fræ af mönnunum. Kaupendurnir eru flestir framhaldsskólanemendur og höfðu þeir ætlað sér að rækta kannabisplöntur af fræjunum og nota græðlinga af þeim meiði til að auka sér úthald […]

Continue Reading

Farsíminn líffæri í Bandaríkjunum

Þegar rætt var við rúmlega eitt þúsund Bandaríkjamenn og þeir beðnir um að gera grein fyrir því hvaða tækja og tóla þeir vildu síst vera án kenndi ýmissa grasa en forsvarsmenn Pew Research Center, sem gerði könnunina, eru sammála um það að farsíminn sé það tæki sem hafi dalað hvað minnst í vinsældum og náð að halda toppsætinu í svipuðum könnunum allar götur síðan 2006.

Continue Reading
rogers

Carry On-framleiðandinn allur

rogersPeter Rogers, framleiðandi bresku Carry On-myndanna, er látinn, 95 ára að aldri. Rogers framleiddi allar myndirnar en þær urðu 31 þegar upp var staðið og voru gerðar á árunum 1958 – 1978 auk einnar árið 1992.

Fyrsta myndin var Carry On Sergeant en svo hófst þessi mikla fjöldaframleiðsla við Pinewood-myndverin sem íslenskt sjónvarp og kvikmyndahús fóru ekki varhluta af en nokkrar myndanna voru sýndar hér á landi.

Continue Reading

Ófrjósemisaðgerðir aldrei vinsælli

Bandaríkjamenn gangast nú undir ófrjósemisaðgerðir sem aldrei fyrr. Frá þessu er greint í New York Times og segjast sérfræðingar sem þar er rætt við sjá glöggan svip með ástandinu sem ríkti í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar en þá hafi fæðingartíðni snarlækkað í Bandaríkjunum.

Minnkuð löngun til barneigna mun vera fylgifiskur harðæris og þess að fólk sér fram á erfiða tíma. Læknir nokkur í New York segist hafa framkvæmt 13 prósent fleiri aðgerðir það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra.

Continue Reading