Carry On-framleiðandinn allur

Carry On-myndirnar áttu það sameiginlegt að vera ódýrar gamanmyndir sem að jafnaði tóku fyrir einhvern dæmigerðan þátt bresks samfélags og gerðu stólpagrín að. Leikarateymið var að meginuppistöðu til það sama í öllum myndunum og má fullyrða að margur Íslendingurinn, sem kominn er af barnsaldri, kannist mætavel við þau Barböru Windsor, Sid James, Leslie Phillips og Kenneth Williams.

Peter Rogers var einhver annálaðasti vinnuhestur sem menn höfðu kynnst hjá Pinewood og var enn við störf þegar hann lést, 95 ára gamall. Einn samstarfsmanna hans lét þau orð falla að krafturinn hefði verið slíkur að menn hefðu allt eins búist við að Rogers yrði við störf fram að 200 ára aldri.

Athugasemdir

athugasemdir