Farsíminn líffæri í Bandaríkjunum

Sjónvörp með flötum skjá fylgdu í kjölfar símanna og þá kom heimilistölvan og iPod-tónlistarspilarinn sem einnig hefur verið nefndur tónhlaða á okkar ylhýra móðurmáli. Dótið sem féll í vinsældum frá síðustu könnun var til að mynda örbylgjuofninn sem dalaði um nokkur stig en auk hans taldi fólk sig nú færara um það en áður að lifa án þurrkara, loftkælingar og uppþvottavélar svo eitthvað sé nefnt.

Hvað sem líður erfiðum efnahagsaðstæðum hefur hinn dæmigerði Bandaríkjamaður, samkvæmt þessari könnun að minnsta kosti, ekki enn viljað sleppa hendinni af þarfasta þjóninum, bílnum sínum. Bílar héldu nefnilega nánast sama sæti og í síðustu könnun, fyrir um það bil ári, hvað sem líður rekstrarkostnaði og minnkandi tekjum margra bandarískra heimila.

Athugasemdir

athugasemdir