Stærsta fölsunarmál innflytjendapappíra í sögu Bretlands

Starfsemin hafði staðið í 18 mánuði og samþykktar umsóknir orðnar nær þúsund. Umsækjendur, sem aldrei höfðu lokið öðru en barnaskóla, birtust hjá útlendingaeftirlitinu með heilu meistara- og doktorsgráðurnar á pappírum sem ekkert var athugavert við.

Eitthvað misritaðist þó að lokum og þegar lögreglan ruddist inn til þremenninganna fann hún þar um það bil 90.000 blaðsíður af skjölum og 980 tilbúnar umsóknir. Þeir eru nú í dómsalnum en ættu ef til vill frekar að starfa sem sérfræðingar í fölsunarmálum hjá útlendingaeftirlitinu.

Athugasemdir

athugasemdir