Archive | Pistlar

MA í Bítlunum – gerðu betur

Meistarapróf í mannfræði, málvísindum og hagfræði er meðal þess sem útskrifast má með frá Hope-háskólanum í Liverpool. Hagnýtt, sígilt og staðgott nám allt saman. En nýjasta MA-gráða skólans er próf í sjálfum Bítlunum, rokksveitinni góðkunnu sem uppfóstraðist einmitt þar í borginni og sleit þar bæði barnsskónum og bítlaskónum.

Continue Reading
brjsklos

Ber er hver að baki – brjósklos á Íslandi

Þessi grein birtist upphaflega í mjög styttri útgáfu í Fréttablaðinu 13. desember 2008 en kemur hér fyrir sjónir almennings algjörlega óklippt og -skorin. Auk eigin reynslu höfundarins byggist hún á viðtölum við fagfólk á sviði taugaskurðlækninga, sjúkraþjálfunar og hnykklækninga. Hérna má svo finna ítarlega frásögn af aðgerðardegi frá sjónarhóli sjúklings.

Continue Reading

Obama með nýja kynslóð Blackberry

Af öryggisástæðum er alls óvíst að Barack Obama fái að halda sínum ástkæra Blackberry-síma. Obama er Blackberry-sjúklingur, það hefur hann sjálfur viðurkennt fúslega. Fyrir þá sem eru ekki á kafi í nýjustu undrum farsímatækninnar er Blackberry samheiti yfir ákveðið snið síma sem um leið eru vefvafrar, faxtæki, tölvupóstmóttakari og fleira. Þá búa þeir yfir lyklaborði með sömu uppröðun og hefðbundið tölvulyklaborð.

Continue Reading