Ófrjósemisaðgerðir aldrei vinsælli

Merki um þrengingar eru fleiri. Marriott-hótelin í Bandaríkjunum eru hætt að gefa gestum sínum ókeypis eintak af dagblaðinu USA Today en slíkt hefur verið fastur liður þar á bæ fram að þessu. Við þetta minnkar sala blaðsins um 18 milljónir eintaka á ársgrundvelli sem svo auðvitað hefur áhrif á rekstur þess.

Og dæmin eru enn fleiri. Hollenskur sjónvarpsþáttaframleiðandi ætlar að hefja gerð raunveruleikaþáttanna Someone’s Gotta Go, Einhver verður að fara, þar sem starfsfólk illa staddra fyrirtækja ákveður sjálft hverjum verður sagt upp næst. Síðasta dæmið, þótt þau séu reyndar mun fleiri, er frá lögmannsstofu í New York sem greiðir nýjum starfsmönnum bónus fyrir að taka sér ársfrí – launalaust.

Athugasemdir

athugasemdir