Þykir það alveg sjálfsagt að Svíar fari með sigur af hólmi í Eurovision aftur og aftur?!? 1974, 1984, 1991, 1999 og 2012, þetta er að meðaltali einu sinni á áratug allar götur síðan ég kom í heiminn. Er ekkert opinbert eftirlit með þessari keppni? Ég veitti þessu takmarkaða athygli áður en nú er öldin önnur þegar ég starfa með þremur Svíum sem þessa viku hafa verið seinþreyttir til raups um eigið ágæti og sinnar kjötbolluétandi-með-sítt-að-aftan-IKEA-manísku ABBA-þjóðar sem auk þess á víst að hafa rúllað Íslendingum upp í einhverjum fótboltaleik í gær. Aðgát skal höfð! Ég ætla að hafa Svíalausa helgi núna 1. – 3. júní.