Nígeríubréf frá Spáni

nigeriusvindlEf það eru einhver augnablik sem gefa lífi mínu gildi er það þegar Nígeríusvindlarar senda mér tölvupóst. Ég nota hugtakið Nígeríusvindl hér yfir fyndnar tilraunir til fjársvika í tölvupósti hvort sem upprunalandið er Nígería eður ei – it’s the thought that counts, eins og Kanarnir segja. Bréfið sem ég fékk í dag var einfaldara en mörg önnur sem ég hef fengið:

I am a lawyer here in Spain I solicit your assistance in repatriating the sum $17,500,000 USD left behind by a customer. She died in a motor accident here in Marbella, this money must be cleared from the bank before it is declared unserviceable within the next 30days. Every attempt to trace any member of his extended family proved abortive. I will give you more information upon your response to this proposal.
Please send me a reply if you will be able and willing to assist in this transaction.

Email : juan.sanchez1@gmx.es

Regard,

Juan

Juan, félagi minn á Spáni, toppmaður. Maður getur varla neitað honum um þetta, sagan líka býsna trúverðug. Ég brenndi mig nú samt aðeins á þessu síðast þegar sjálfur Robert Mugabe skrifaði mér frá Zimbabve í fyrra eða hitteð. Þá voru einhverjar skrilljónir dollara í boði gegnum dauðan frænda sem hafði verið eitthvað vafasamur. Robert sagðist meira að segja myndu vilja hitta mig persónulega. Ég svaraði bréfinu um hæl, bjó þegar þarna var komið sögu enn á Íslandi, og bað hann að taka einn latte með mér á Kaffi París klukkan tólf næsta miðvikudag. Hann skilaði sér aldrei og ég sat þarna svekktur heilt hádegi og þambaði þrjá tvöfalda latte. Maður lætur nú ekki gabba sig svona auðveldlega næst, ha, Juan!

Klukkan var færð yfir á sumartíma hér í Noregi aðfaranótt sunnudags. Áhrifin létu ekki á sér standa. Í morgun fór ég skyndilega á fætur og mætti til vinnu í hálfgerðu myrkri eftir að hafa vaknað í skjannabjörtu á föstudaginn. Mjög sérstakt allt saman. Áhrifin í hinn endann voru jafn-merkjanleg, nú þegar þetta er skrifað, milli tíu og ellefu að kvöldi, er tiltölulega nýorðið dimmt. Eins er tímamismunur við Ísland nú tveir tímar en ekki einn eins og í allan vetur og þarf að hugsa út í það þegar hringt er til gamla landsins. Mér finnst ákaflega merkilegt að upplifa þetta sumar- og vetrartímafyrirkomulag á eigin skinni.

Athugasemdir

athugasemdir