Þetta er að mínu viti það eina sem vantaði á áfengismarkaði heimsins – vodkabelja!!! Gjörsamlega fullkomin lausn fyrir fólk sem ítrekað lendir í þeim hvimleiðu aðstæðum að kaupa of lítið áfengi þegar það fer í ríkið. Við hesthúsuðum eina svona eins og að drekka vatn á föstudaginn og vorum ekki svikin. Þvílíkur munur að vera laus við allt þetta gler.
Veðrið á sunnudaginn var þannig að Siggi stormur, minn gamli vinnufélagi, hefði ekki komið upp orði. Hér var setið með rauðvín á kantinum í sólbaði langt fram á nótt eins og enginn væri morgundagurinn enda var hann ömurlegur og sem betur fer búinn núna. Ég hef aldrei á ævi minni upplifað sólbað í lok október, hvað þá með þúsund ellilífeyrisþega á leið heim frá messu streymandi fram hjá. Sérstakt.
Helvítið hann Ryzsard leynir á sér. Karlhólkurinn ælir því út úr sér í kaffinu í morgun að hann hafi unnið á sláturvertíð á Húsavík haustið 2005. Hann lýsti upplifun sinni á íslensku þjóðfélagi skýrt og skorinort: Iceland drink much. Ég skaut á hann rósinni í hnappagati pólskukunnáttu minnar sem svari við þessu: Ja wiem, zé ti jestes pedau (ég veit að þú ert hommi). Við þessa athugasemd setti slíkan hlátur að Ryzsard að glitrandi tárin streymdu niður hvarma hans og í fyrsta skipti sá ég hann taka af sér gleraugun. Þá líktist hann Kristjáni á Eldsmiðjunni minna…en þó.