Ég er ekki einn!

malfraediÞakka þér kærlega fyrir góða grein og að benda á þetta. ‘Það var kannski ekki kennt fólki’ hvernig það á að tala rétt! Stundum líður mér eins og ég sé í útrýmingarhættu þegar ég reyni að benda fólki á ambögur. Það er gott til að vita að enn halda fleiri en ég í blæbrigðaríku ylhýru íslenskuna. Ég gæti rætt það við þig í viku en læt næga að senda þér baráttukveðjur og þakkir!

Þessi fallega athugasemd frá Steinunni Mar beið mín í athugasemdakerfinu hjá mér við pistilinn þar sem ég var að býsnast yfir beygingu óákveðinna fornafna og öðrum ambögum. Það er gott að vita að maður er ekki einn í baráttunni. Takk fyrir þetta, Steinunn.

Athugasemdir

athugasemdir