Þegar stórt er spurt

jimNorðmenn spyrja mig mikið hvernig Íslendingar geti látið bjóða sér upp á þá meðferð sem þeir sæta frá ríkisstjórn og bönkum landsins. Mér vefst gjarnan tunga um tönn og jafnvel fleiri líffæri. Hvað á ég að segja? Af því bara? Það gengur ekki. Almennt svara ég því að Ísland eigi sér ónýta ríkisstjórn, þá þriðju í röð, og hafi raðir glæpamanna í bankakerfinu. Er það fjarri lagi? Við erum að hugsa um að sækja um norskt ríkisfang og losa okkur endanlega undan röð vanhæfra ríkisstjórna, þar af er Jóhönnustjórnin verst, hún sagðist gera eitthvað en gerði ekkert, sjálfstæðismenn sögðust ekki gera neitt en gerðu fullt…bara fyrir sjálfa sig þó. Hvað á ég þá að gera? (MYND: Þetta er Jim félagi minn frá Ástralíu og mikill AC/DC-aðdáandi. Okkur er sama um íslenska ríkisstjórn og íslenska banka. Dirty Deeds Done Dirt Cheap eins og þeir segja.)

Athugasemdir

athugasemdir