Ég heiti Atli Steinn Guðmundsson og ég er Kentucky-fíkill (margradda englakór: Hæ, Atli). Ég velti því stundum fyrir mér hvort einn djöfullegan veðurdag muni ég heyra sjálfan mig fara með þessi orð á einhvers konar stuðningsfundi fólks sem einfaldlega getur ekki komist í gegnum einfalda vinnu-/skólaviku án þess að missa sig gjörsamlega í næsta útibúi […]
Archive | Tuð
Vinnur messías hjá Skeljungi?
Fyrstu viðbrögð þeirra sem þetta lesa eru ef til vill afneitun en þá er rétt að benda á að messías er dregið af hebreska orðinu mashiach sem þýðir ‘smurður’ eða ‘hinn smurði’. Hvernig tengist það mögulega starfsemi Skeljungs? Jú, þangað fór ég með aðra heimilisbifreiðina í smurningu í dag, þ.e. olíuskipti. Varla væri ástæða til […]
Endurfæðing í stálinu
Þau tímamót hafa orðið í lífi mínu að ég hef hafist handa við að gera tilraunir á sjálfum mér með kreatíninu Horse Power frá Ultimate Nutrition. Snillingurinn hann Ægir í Vaxtarvörum selur þetta eins og heitar lummur og skyldi engan undra. Ægir var búinn að geta þess við mig að ég kæmist vafalítið í einkennilegt […]