Vegna fjölda áskorana birti ég hér MA-ritgerð mína í blaða- og fréttamennsku við HÍ sem ég lagði fram núna í lok apríl. Beðist er velvirðingar á að hún spratt ekki upp hér í síðustu viku. Ritgerðin ber titilinn Án dóms og laga – Um nafnbirtingar grunaðra afbrotamanna og fjallar, eins og sumir kynnu að ráða […]
Archive | May, 2010
Rauðhærði riddarinn, Eurovision og lífið
Ég var nánast meðvitundarlaus af vanþóknun og hneykslun eftir 19. sætið hjá Heru þegar ég dróst heim í nótt og tengdi mig við íslenskar kosningavökur gegnum lýðnetið. Brúnin lyftist þó örlítið þegar í ljós kom að Gnarr og Besti flokkurinn höfðu algjörlega fyrirhafnarlaust raðað sex manns inn í stjórn Reykjavíkurborgar. Þökk sé skynsemi og reiði […]
10 ár án tóbaks
Núna er áratugur upp á dag síðan ég drap í síðustu rettunni sem var Camel Lights (blái Camel-pakkinn). Þetta var mánudaginn 29. maí 2000, daginn sem ég hóf störf sem prófarkalesari á Mogganum með glænýtt BA-próf í íslensku upp á vasann. Þar með hef ég verið hættur að reykja jafnlengi og ég reykti svo það […]
Verkföll, bros og chillisósa
Ekki munaði nema hársbreidd að við byrjuðum feril okkar á Háskólasjúkrahúsinu í Stavanger í verkfalli! Í fyrramálið (föstudag) skellur fjölmennasta verkfall í 30 ár á öllum Noregi þegar tæplega 20.000 starfsmenn sveitarfélaga leggja niður störf. Aðallega er um að ræða leikskólakennara, kennara og hjúkrunarfræðinga en ræstingafólk á vegum sveitarfélaga var einnig á leið í verkfall. […]
Holy Diver – In memoriam
Ronald James Padavona andaðist sunnudaginn 16. maí og ég vissi ekkert af því fyrr en í gær! Þessi lágvaxni ítalsk-ameríski einstaklingur var auðvitað mun betur þekktur undir heitinu Ronnie James Dio eða bara Dio og sannaði að hægt var að fara í skóna hans Ozzy Osbourne þegar hann tók við hljóðnemanum í Black Sabbath árið […]
Engin menningarborg er án Keisara
Í gær uppgötvuðum við eins konar Keisara Noregs og er þá ekki átt við embættismann með það tignarheiti heldur um vísun að ræða í ágætt öldurhús sem einhverju sinni stóð við Hlemm í Reykjavík og sjónarsviptir er að. Eftir siglinguna sem rækilega er tilfærð í síðasta pistli misstum við af strætó og ákváðum að stökkva […]
Ógleymanleg upplifun í fjarðasiglingu
Sigling inn Lysefjorden varð loks að veruleika í dag í þokkalegasta veðri. Náttúran á þessu svæði er yfirþyrmandi og fjallgarðarnir beggja vegna fjarðarins mótaðir af hnausþykkri íshellu sem hér lá yfir öllu á síðustu ísöld. Ekki er verra að þarna drýpur sagan af hverjum steini, til að mynda er siglt fram hjá Tingholmen þar sem […]
Gamli sáttmáli endurnýjaður
Við erum opinberlega til hér í landinu síðan í gær. Norskar kennitölur, skattkort og staðfesting á lögheimilisfærslu hingað biðu okkar í póstkassanum í morgun, allt stimplað í bak og fyrir af skattyfirvöldum. Ferlið tók sem sagt ekki nema 10 daga þrátt fyrir tröllasögur um þriggja vikna bið og ég veit ekki hvað. Nú er loksins […]
Gámur, Bubbi og drykkja
Tæming gámsins gekk heldur betur vonum framar og ég hálfskammast mín fyrir rausið í mér í gær. Við vorum nývöknuð um hálfellefu í morgun og rétt að hita okkur kaffi þegar bílstjórinn hringdi og kvaðst vera í Mandal sem er í um einnar og hálfrar stundar akstursfjarlægð. Hann bjóst við að verða á svæðinu um […]
Ókjör
Mikið er ótrúverðugt að horfa á frambjóðendur í Reykjavík í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins þar sem þeir rjúka upp til handa og fóta til að reyna að næla sér í atkvæði korteri fyrir kosningar. Svo heyrist ekki múkk í þessu liði í fjögur ár nema þegar rifrildið um einhver heimskuleg fjárhagsmálefni í ráðhúsinu verður annað slagið nógu […]