Archive | January, 2011

kinamurinn

Kínverjar, brjósklos og fleira

Hvað eru Kínverjar að hugsa, heimsóknum frá Kína á atlisteinn.is fækkar um 83,33 prósent milli vikna, úr sex í eina. Væntanlega má skýra þetta með opinberri heimsókn Hu Jintao Kínaforseta til Bandaríkjanna þar sem hann baðar sig nú í göróttum ódáinsveigum Obama og kemst ekki á lýðnetið fyrir drykkju. Þá er fokið í flest skjól […]

Continue Reading
flakkari

Flökkusögur

Núna um helgina náðist sá merkilegi áfangi að kaupa svokallaðan flakkara. Þarna er ekki átt við níunda uppbótarþingmanninn samkvæmt kosningalögum fornum, sem svo var nefndur, heldur geymslueiningu fyrir rafræn gögn sem hentugt þykir að eiga afrit af. Þetta er smástykki en rúmar engu að síður eitt terabæti, eða þúsund gígabæti, af gögnum og kostaði litlar […]

Continue Reading
challenger

Challenger, Palme og stéttarslangur

Í dag eru 25 ár frá því að geimferjan Challenger sprakk í frumeindir 73 sekúndum eftir flugtak frá Canaveral-höfða (sem reyndar hét Kennedy-höfði frá 1963 til 1973 og olli nokkrum ruglingi í umræðum lengi á eftir). Ég man þennan atburð í janúar 1986 eins og hann hafi gerst í gær og fréttaflutninginn næstu mánuði á […]

Continue Reading
kosningarii

Janúar – ekki bara skítaveður

Jæja, þar fóru 600 milljóna króna stjórnlagaþingkosningar eins og hendi væri veifað. Einhvern veginn kemur þessi úrskurður Hæstaréttar mér ekkert á óvart, það er hreinlega bara hending ef eitthvað gengur upp á Íslandi þessi árin. Janúar 2011 verður þar með þriðji janúarmánuðurinn í röð til að fela í sér stórtíðindi sem eiga sér ekki hliðstæðu […]

Continue Reading
vigt

Þyngdarlögmálinu storkað

Það er best að setja þetta fram hérna á síðunni svo ég geti ekki bakkað út úr þessu án afleiðinga (eins og ég sagði alltaf öllum að ég væri hættur að reykja þau 3.000 skipti sem ég hætti því á tímabilinu 1991 til 2000 – það lukkaðist í síðasta skiptið!). Við Kári bróðir unnum núna […]

Continue Reading
moppa

Rifið í moppuna, Kúrdinn Hamad og nágrannar mínir Bandidos

Hvílík nautn. Fagmannlegt tak mitt á moppuskaftinu fékk að njóta sín til hins ýtrasta í ristilskoðunarherbergi 2 á göngudeild meltingarfærasjúkdóma í dag þar sem ég hljóp í skarðið og bjargaði málunum fyrir kvöldþjónustu sem er boðið upp á nokkra daga í mánuði þarna á deildinni. Mér er uppálagt að drepa fólk frekar en að greiða […]

Continue Reading
tkd-brot

Þriðjudagur til þrautar

Það er klárt að þriðjudagurinn verður þyngsta þraut vikunnar eftir að við byrjuðum að æfa taekwondo. Þann dag tökum við á lóðum strax eftir vinnu og eftir það er tiltölulega stutt hlé fram að TKD sem nýtist í mjög létta máltíð, próteinhristing og kreatíninntöku. Við þetta bæti ég Pure Carbo Power, hreinu maltódextrínkolvetni frá Nordic […]

Continue Reading
uppvask

Uppvask og ýmsar minningar úr veitingabransanum

Síðan á fimmtudaginn er ég búinn að hreinsa meira magn af borðbúnaði en alla ævina á undan samanlagt þótt ég hafi aðeins lagt að baki þrjár vaktir í nýju aukavinnunni á N.B. Sørensens Dampskibsexpedition. Þetta er auðvitað allt gert í stórvirkum uppþvottavélum sem dauðhreinsa heilu tonnin af diskum, glösum og hnífapörum á 90 sekúndum og […]

Continue Reading
raflinumostur

Þar fór góður biti í norskan kjaft

Þessa raflínuturna vill norski raforkuframleiðandinn Lyse nú kaupa af bandarísku hönnuðunum Thomas Shine og Jin Choi í Boston og setja upp hérna í Rogaland. Það skemmtilega við málið er að turnarnir báru sigurorð af hólmi í hönnunarsamkeppni Landsnets í mars 2008 um raflínuburðarvirki fyrir íslenska náttúru en af ástæðum sem flestum er kunnugt um var […]

Continue Reading
vgii

Biskup b6

‘3. biskup, taflmaður sem gengur eftir skálínum,’ segir veforðabókin snara.is meðal annars þegar leitað er eftir orðinu biskup. Það er engum ofsögum sagt að biskupar Íslands og fleiri landa gangi aðeins á ská. Ekki þarf að fjölyrða um fyrrum biskup Íslands, nóg hefur verið um það rætt, en nú slær Verdens Gang því upp á […]

Continue Reading