Archive | January, 2013

glas

Þegar æðruleysið er eina haldreipið

Það voru þung og erfið spor að koma heim á laugardagskvöldið eftir harðsvíraðan dag á beredskapsvakt á kæjanum án þess að loka deginum með glasi af ísköldu hvítvíni…eða jafnvel einni belju af því eins og meira er hefð fyrir. Þetta er í fyrsta skiptið síðan ég byrjaði á vaktinni í fyrravor sem þessi sólargeisli eftir […]

Continue Reading
bunad

Á maður að skella sér á bunad?

Senn líður að 17. maí og þriðja árið í röð skýtur sú áleitna spurning upp kollinum hvort ég ætti nú loksins að láta verða af því að fjárfesta í bunad, hefðbundnum norskum þjóðbúningi. (MYND: Fjölskylda í Rogalandsbunad. Þetta er nú reffilegt.) Norðmenn eru mjög harðir við að halda upp á þjóðhátíðardaginn sinn og þá finnst […]

Continue Reading
almenn mynd

Betra er seint en aldrei

Fátt jafnast á við að komast í helgarfrí, jafnvel þótt það gerist ekki fyrr en klukkan 15 á sunnudegi. Þetta gerðist einmitt í dag eftir skólahelgi númer tvö sem helguð var HMS eða helse, miljø, sikkerhet, hugtaki sem allir þeir sem þekkja haus eða sporð á norskum vinnumarkaði kannast ákaflega vel við. Ég hef rætt […]

Continue Reading
jn pll

Jón Páll Sigmarsson – minning

Í dag eru 20 ár liðin síðan einn mesti afreksíþróttamaður þjóðarinnar, Jón Páll Sigmarsson, varð bráðkvaddur í miðri réttstöðulyftu í Gym 80 við Suðurlandsbraut, öllum Íslendingum harmdauði. Mér er enn í fersku minni sú stund þegar fréttir af þessu fóru sem eldur í sinu um íslenskt þjóðfélag síðdegis 16. janúar 1993. Að horfa á íþróttaviðburði […]

Continue Reading
gamlrs12

Gelukkig nieuwjaar!

Áramótin í Amsterdam voru býsna ánægjuleg lífsreynsla og best af öllu að komast í svona fínt frí eftir algjöran metmánuð í yfirvinnu í desember. Ég endaði í 91 yfirvinnutíma og þverbraut þar með allar yfirvinnureglur arbeidsmiljøloven svo freklega að varðar sennilega dauðarefsingu. En hvað getur maður sagt svo sem, það er bara vitlaust að gera […]

Continue Reading
zuid zeeland

Perlan við Herengracht

Það er ekki auðveldasti hlutur í heimi að standa frammi fyrir því að velja sér veitingastað til að heimsækja á gamlárskvöld þegar maður hefur varla borðað annað en íslenskættaðan hamborgarhrygg á gamlárskvöld síðan nánast á fósturstigi. Málið flækist enn meira þegar maður er staddur í Amsterdam þar sem maður er öllu kunnugri á knæpum og […]

Continue Reading
prfii

Sængin uppreidd

Þá liggur það fyrir, próf 6., 8., 13. og 15. maí og við þar með vonandi laus úr viðjum olíubrunnfræða hvað bóknám varðar. Þetta eru mánudagar og miðvikudagar í tveimur samliggjandi vikum og ekki verri tímasetningar en hvað annað. Helgin á eftir er hvítasunnuhelgi með þeim óvænta norska bónus að þjóðhátíðardagurinn 17. maí er á […]

Continue Reading
kambur

Aftur til upprunans

Ég er orðinn nauðasköllóttur og skegglaus á ný eins og mér er eðlilegast. Ítarlega var fjallað um það hér á síðunni þegar skeggið var rakað af og sett í poka í fyrrasumar en það var ekki fyrr en í gær sem ég ákvað að fálmkennd, illa ígrunduð og pirrandi hársöfnun mín, sem þó stóð í […]

Continue Reading