Það er nú ekki á hverjum degi sem fjölgun verður í minni fjölskyldu en nú bar svo við aðfaranótt föstudags síðastliðins að Kári bróðir gat af sér meybarn eitt allfagurt er vigtaðist þegar 12,5 merkur. Þar með hef ég eignast náfrænku, Kári er orðinn pabbi og pabbi afi. Fólk í minni fjölskyldu (og ætt) er […]
Archive | August, 2010
Kyrkj’ann!
Úrslit dagsins í Kastljósinu liggja nokkuð ljós fyrir: Illugi Jökulsson 1 – séra Þórhallur Heimisson 0. Það hefur sennilega aldrei gerst síðan mælingar hófust að Helgi Seljan nánast þegi heilt viðtal en hann sagði varla múkk í þætti kvöldsins. Ég var býsna ánægður með málflutning Illuga sem hvað eftir annað rak blauta tusku framan í […]
Sértæk tekjuöflun…er það eitthvað út á skyr?
Mikið er ég feginn að vera fluttur frá Íslandi eftir að hafa hlustað á frétt RÚV í kvöld um það sem Steingrímur J. kallar sértæka tekjuöflun ríkissjóðs, með öðrum orðum skattahækkanir. Næstu tvö ár mun ég, sem nýbúi í Noregi, greiða 20 prósenta tekjuskatt til að auðvelda mér aðlögun að þjóðfélaginu. Staðgreiðsluskattur er 36 prósent […]
Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð…
Klukkan 12:00 á hádegi í dag var nýja heimasímanúmerið okkar virkjað formlega af hálfu Lyse. Þetta tók einn mánuð, við pöntuðum númerið 26. júlí. Þarna er á ferð skólabókardæmi um hinn norska hraða en vinnusálfræðin hér gengur út á að vera helst alltaf í kaffi, mat eða sumarfríi…og helst af öllu bara á eftirlaunum með […]
Menningarskál
Ég sendi Íslendingum öllum til sjávar og sveita hugheilar kveðjur á Menningarnótt í Reykjavík. Kveðjan kemur auðvitað tveimur dögum of seint vegna vinnu og bókaröðunar um helgina en myndin er rétt tímasett þar sem hún er tekin hérna úti í garði á laugardaginn. Fátt hressir betur eftir helgarvaktina en ískalt hvítvín með erfðabreyttum norskum jarðarberjum […]
Þorskurinn er fólkinu allt…
Þá getur maður farið að sofa rólega eftir að innbrota- og brunavarnakerfi frá Lyse var sett upp hér í dag. Ég hef áður skrifað um Lyse, sem í grunninn er orkuveita, en hjá þeim fær maður á einu bretti síma, net, sjónvarp, rafmagn og þjófavarnakerfi. Fyrir alla súpuna kemur svo einn reikningur mánaðarlega. Það er […]
Nú er hún Snorrabúð stekkur…
Ég verð að játa að ég hélt að þessi frétt Vísis í dag væri síðbúið aprílgabb. Er þetta ein af hugmyndum rauðhærða riddarans Jóns Gnarr sem ég hef ítrekað lýst yfir stuðningi við? Falla nú öll vötn til Dýrafjarðar. Það er hárrétt sem viðmælandi Vísis segir, þetta er hrein og klár heimska og ekkert annað. […]
Kjörinn dagur fyrir hvítt brúðkaup (Nice Day for a White Wedding)
Kári Snær Guðmundsson bróðir minn gekk í það heilaga síðastliðinn föstudag, 13. ágúst, klukkan 13 hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. Ekki veit ég hvort ég hefði þorað að fara í þetta mál föstudaginn 13. en ég óska Kára og Þórhildi mágkonu minni innilega til hamingju. Að auki er afkvæmi væntanlegt í heiminn undir mánaðamótin og verður […]
Líkamsrækt og latínukveðskapur
Búslóðaröðun hvílir á okkur af slíkum þunga þessa dagana að hún kostar eina rauðvínsbelju á dag til að gera þetta bærilegt. Fyrir utan þetta er vinna og líkamsrækt svo við kvörtum ekki yfir tímaskorti. Eftir flutning erum við farin að æfa í SATS niðri í miðbæ sem er stærri stöð en stöðin í Forus og […]
Þurrkaður fiskur og fornar sögur
Hér er mokað vel upp úr kössum þessa dagana og koma margir dýrgripir í ljós. Það besta við bókasöfn er ef til vill þegar maður er að flytja þau, freistast til að tylla sér í smástund með gamla skruddu og dettur svo gjörsamlega inn í ævafornan heim minninga og gamallar speki. Hver man ekki eftir […]