Archive | April, 2009

naglahaus

Negldur!

Lögreglan í Sydney í Ástralíu birti á föstudaginn röntgenmynd af höfði kínversks innflytjanda sem skotinn var 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu í fyrrahaust. Tvö börn fundu lík mannsins vafið inn í teppi en hann hafði verið búsettur í Ástralíu síðan árið 2000. Yfirmaður morðdeildar lögreglunnar í Sydney sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt […]

Continue Reading

Til eru fræ sem fengu þennan dóm

Tíu manns eru í haldi lögreglunnar í Osaka í Japan, tveir fyrir að bjóða kannabisfræ til sölu á Netinu og átta fyrir að þiggja boðið og kaupa fræ af mönnunum. Kaupendurnir eru flestir framhaldsskólanemendur og höfðu þeir ætlað sér að rækta kannabisplöntur af fræjunum og nota græðlinga af þeim meiði til að auka sér úthald […]

Continue Reading

Farsíminn líffæri í Bandaríkjunum

Þegar rætt var við rúmlega eitt þúsund Bandaríkjamenn og þeir beðnir um að gera grein fyrir því hvaða tækja og tóla þeir vildu síst vera án kenndi ýmissa grasa en forsvarsmenn Pew Research Center, sem gerði könnunina, eru sammála um það að farsíminn sé það tæki sem hafi dalað hvað minnst í vinsældum og náð að halda toppsætinu í svipuðum könnunum allar götur síðan 2006.

Continue Reading
p4270244

Rótarboðsháttur og fleiri geðsjúkir hættir sagna í færeysku

Ég er að sjálfsögðu félagi í Íslenska málfræðifélaginu og bíð þess ávallt með eftirvæntingu að ársrit félagsins, Íslenskt mál og almenn málfræði, berist um lúgu mína. Slíkt gerðist í dag og skókst húsið þegar ritið féll inn um lúguna enda efni þess meiri háttar þungavigtarboðskapur öllum þeim er láta sig varða íslenskt mál og málfræði […]

Continue Reading

Hið illa eðli fimmtudagsfría

Næstkomandi fimmtudag hefst sumar okkar Íslendinga opinberlega. Samkvæmt áratugahefð er þetta frídagur. Það sama gildir um uppstigningardag (sem heitir því frábæra nafni Himmelfahrt á þýsku). Þessi fimmtudagsfrí ná gjörsamlega að eyðileggja vikuna. Hvað veldur því að við höfum ekki fyrir löngu síðan fært fríið yfir á föstudag þótt hátíðardagurinn haldi sér sem fimmtudagur? Rökin eru […]

Continue Reading
jhann

Þetta er Jóhann

Íslenskri erfðagreiningu hefur tekist að einrækta páskaungann Jóhann eftir áratuga tilraunir. Jóhanni er ýmislegt til lista lagt, hann getur sagt örfá orð á íslensku, skitið, keypt hlutabréf í FL Group og kosið Lýðræðishreyfinguna. Færustu sérfræðingum deCODE hefur þó ekki enn tekist að gera Jóhanni kleift að fljúga en verið er að gera tilraunir með að […]

Continue Reading
rogers

Carry On-framleiðandinn allur

rogersPeter Rogers, framleiðandi bresku Carry On-myndanna, er látinn, 95 ára að aldri. Rogers framleiddi allar myndirnar en þær urðu 31 þegar upp var staðið og voru gerðar á árunum 1958 – 1978 auk einnar árið 1992.

Fyrsta myndin var Carry On Sergeant en svo hófst þessi mikla fjöldaframleiðsla við Pinewood-myndverin sem íslenskt sjónvarp og kvikmyndahús fóru ekki varhluta af en nokkrar myndanna voru sýndar hér á landi.

Continue Reading

Ófrjósemisaðgerðir aldrei vinsælli

Bandaríkjamenn gangast nú undir ófrjósemisaðgerðir sem aldrei fyrr. Frá þessu er greint í New York Times og segjast sérfræðingar sem þar er rætt við sjá glöggan svip með ástandinu sem ríkti í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar en þá hafi fæðingartíðni snarlækkað í Bandaríkjunum.

Minnkuð löngun til barneigna mun vera fylgifiskur harðæris og þess að fólk sér fram á erfiða tíma. Læknir nokkur í New York segist hafa framkvæmt 13 prósent fleiri aðgerðir það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra.

Continue Reading