Að loknum vinnudegi í dag lauk einnig hinu stranga bindindi sem einkennt hefur líf mitt allt frá áramótum eða síðastliðna þrjá mánuði. Á sama tíma hófst fyrsta fríhelgi ársins og til að bæta gráu ofan á svart varð ég 38 ára gamall klukkan 15:33 að íslenskum tíma. Árlegt myndskeið af fyrsta sopanum má nálgast hérna. […]
Archive | March, 2012
Tíminn og vatnið
Klukkan 02:00 í nótt tók sumartími gildi í Evrópu, hér í Noregi gerist það þannig að þegar klukkan slær tvö verður hún þrjú. Ég var við dyravörslu á Hall Toll og hafði hlakkað nokkuð til kvöldsins aldrei þessu vant, hér bauðst tækifærið til að vera hinum megin borðsins og vera að vinna á vínveitingastað við […]
Mögur er mottan
Að hálfnuðum Mottumars leggjast þegar þetta er ritað ekki fleiri en 9.000 krónur við nafn áheitasafnara númer 1258. Þetta er frekar döpur frammistaða miðað við hve gott málefnið er, innan við eitt prósent af milljón króna markmiðinu sem lagt var upp með í byrjun og rúmlega helmingur uppsafnaðs fjár kemur frá Afganistan, þó frá þar […]
Houston-draugurinn, Landsdómur, nýnorska
Nú hafa mikil undur og stórmerki orðið ef marka má stórfrétt Vísis frá í gær. Fyrirsögnin ein er reyndar mun merkilegri en efni fréttarinnar, ‘Whitney Houston gengin aftur sem draugur‘. Orðalagið gefur óhjákvæmilega tóninn fyrir aðrar fréttir af öðru látnu fólki sem gengur aftur, en þó ekki sem draugar heldur eitthvað allt annað. Nú þyrfti […]
Þjóðflutningarnir miklu
Við erum að missa þessa skemmtilegu íbúð við Overlege Cappelensgate sem gegnt hefur hlutverki heimilis okkar síðan í júlílok 2010. Eigandinn sendi okkur tárvott uppsagnarbréf 1. mars og tjáði okkur að hún þyrfti því miður að flytja til baka í íbúðina sjálf. Þriggja mánaða uppsagnarfrestur stendur til 1. júní. Ef það er eitthvað sem ég […]
Dauðans dyr
Nóg var að gera í aukavinnunni um helgina og einkenndu slagsmál, dólgslæti ölvaðra og almennur niðurgangur mannlífsins laugardagskvöldið en föstudagskvöldið var eins konar logn á undan þessum stormi, steindautt. Á tímabili aðfaranótt sunnudags var sennilega allt tiltækt lögreglulið Stavanger statt á planinu fyrir utan Xlnt og Karma þar sem blossað höfðu upp átök milli ýmissa […]