Egill Helgason er vel að þeim Edduverðlaunum kominn, sem honum féllu í skaut á hátíðinni í gær, hvort tveggja Kiljan og Silfrið eru þættir sem maður vill helst ekki missa af. Þær eru ekki margar eftir, rósirnar í hnappagötum Ríkissjónvarpsins sem þessa dagana heldur þjóðinni í leiftrandi heljargreipum spennu yfir endalausum útsendingum frá vetrarólympíuleikunum í […]
