Archive | November, 2009

smart

Púðurtunna í próflestrinum

Það vita þeir sem til þekkja að fátt er í heiminum meira svæfandi en að sitja yfir misdjöfullegum fræðiritum um hitt og þetta fyrir próf. Þetta er ég að reka mig á þessa dagana og það með þungum dynk. Þegar dagurinn byrjar klukkan 5, vinnutími er 6 – 9, svo líkamsrækt og heim í lestur […]

Continue Reading
helladir

Úr hel

Kolsvart metal-hjarta mitt tók þrjú aukaslög við að berja augum það fagnaðarerindi sem Fréttablaðið boðar í dag undir fyrirsögninni „Hellaðir í bílskúr í Garðabæ. “ Þarna er rætt við Frosta Runólfsson, einn hinna nafntoguðu og alræmdu Heiðarlundarbræðra sem auk Frosta telja þá Sigurð og Skapta Þór. Ég get alveg vottað að ekkert af því sem […]

Continue Reading
galaxy

Mögnuð spá um þróun fjölmiðla til 2051

Miðvikudaginn 25. nóvember 2009 sat ég mína síðustu kennslustund við Háskóla Íslands. Hún var jafnathyglisverð og fyrsta kennslustund við sama skóla 5. september 1993 var svæfandi. Þessi síðasta kennslustund var lokatíminn í málstofu í fjölmiðlafræði hjá prófessor Þorbirni Broddasyni. Í þessum lokatíma flutti samnemandi minn, Sigríður Ragnarsdóttir, mjög áhugaverðan fyrirlestur um nýja miðla og framtíð […]

Continue Reading
defence

Þjóðaratkvæði um Icesave

atlisteinn.is skorar á alla lesendur síðunnar, og reyndar landsmenn til sjávar og sveita yfirleitt, að láta undirskrift sína í té á heimasíðu In Defence-hópsins (smella hér) og skora þar með á forseta lýðveldisins að synja Icesave-lögunum staðfestingar og leggja ákvörðunina um brautargengi laganna í hendur þjóðar sem aldrei fær að hafa neitt að segja um […]

Continue Reading
kronan

Finnur þú Krónuna?

Fréttir kvöldsins voru hressandi og upplýsandi. Stöð 2 greindi frá því að Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, KB, Nýja Kaupþings, Arion og allra þessara banka, hefði gengið út úr Icebank með hressandi starfslokasamning sem fólst í uppgufun 850 milljóna kúluláns hans. Á sama tíma berast fréttir af því að þeir starfsmanna hans sem dirfist að sækja […]

Continue Reading
arion

Banki eða þvottaefni?

Arion Ultra Plus, þessi ágæta nafngift margnefndasta banka Íslandssögunnar heggur ansi nærri hinu góðkunna Ariel-þvottadufti. Vonandi tengist það þó ekki þvotti peninga heldur fremur nafni þeirrar grísku goðsagnapersónu sem því er ætlað að endurspegla en sá var víst tákn sameiningar og endurreisnar auk þess að hafa verið fyrsti verðbréfamiðlarinn. (MYND: Gríski töffarinn Arion lét sér […]

Continue Reading
illugi

Jæja, málið er leyst

Ekki getur maður annað an varpað öndinni léttar eftir hughreystandi ummæli Illuga Gunnarssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann fullyrðir að Íslendingar eigi svo mikil auðæfi í lífeyrissjóðunum að þeir standi betur en nær allar aðrar þjóðir. Þetta eru gleðitíðindi, Illugi, við erum þá ekkert að stressa okkur frekar á […]

Continue Reading
lady

Sjúkir dýraníðingar

Dýravinir landsins (og án efa fleiri) standa höggdofa gagnvart fréttum af aldurhniginni schäfer-tík, Lady, sem var urðuð lifandi við smábátahöfnina í Kópavogi rétt fyrir helgi. Engin takmörk virðast vera fyrir því hvað veitir geðtrufluðum einstaklingum ánægju, þess sáust fjölmörg dæmi víða og oft. Þyngd þeirra steina sem notaðir voru við ódæðið þykir bera þess vitni […]

Continue Reading