Vefsetrið atlisteinn.is óskar lesendum, vinum og velunnurum hvarvetna gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar innilega fyrir gnótt góðra athugasemda og jákvæðra skilaboða á árinu sem er að líða. Lengra komumst við nú ekki að þessu sinni…eins og segir í gamalli og góðri áramótaauglýsingu sem öruggt er að margir lesendur muna eftir en um […]
Archive | December, 2013
Ambögur dauðans – fyrir flikki og aðra lengra komna
Þar sem ég hef stundum verið að tuða yfir málfari hérna og á Facebook ætla ég að koma með eina gullna og án efa mjög pirrandi stöðuuppfærslu í viðbót til að hjálpa sumum vinum mínum gegnum jólin og koma í veg fyrir að þeir verði sér til (enn frekari) skammar. Mér þykir leitt að vera […]
Jólagjafakaup – heimsmetin riða til falls
Föstudaginn 13. desember var látið til skarar skríða í operation: gjafir, rokið beint í verslunarmiðstöðina Kvadrat eftir vinnu og jólagjafainnkaupum lokið þar frá a – ö á sléttum 34 mínútum og það að meðtalinni rauðvínsferð í ríkið. Ég held að þetta sé met en vera má að árið 2004 hafi ég stútað þessu á 28 […]
Svona fór um sjóferð þá
Eftir sex vikna frekar erfiða umhugsun komst ég að niðurstöðu í síðustu viku og framkvæmdi hana án frekari tafa fimmtudaginn 28. nóvember: Bakkaði út úr starfinu hjá Rowan Drilling sem ég greindi frá hér um daginn. Ástæðan er ekki flókin og byggist á einfaldri stærðfræði þótt stærðfræði hafi aldrei verið mín sterka hlið. Um það […]
Íslendingabók í loftið – draumurinn rættist
Facebook-samfélagið Íslendingar í Noregi fær dag hvern fjölda fyrirspurna inn á borð til sín varðandi allt mögulegt í sambandi við flutninga til Noregs. Hvernig ber að haga atvinnuleit, hvað með leiguhúsnæði, skatta, innflutning bíla, gæludýra og búslóða? Síðan er lokuð en við hleypum öllum inn sem um það biðja og erum fljótlega að detta í […]