Archive | January, 2010

berlinarmur

Helvítis járntjaldið

Dagbækur eru alveg einstakur gluggi inn í fortíðina, hvort sem er í nálægð eða fjarlægð. Um það hef ég skrifað áður hér. Ég var að blaða í dagbók ömmubróður míns, Sigurðar Skúlasonar magisters, um helgina en hana rakst ég á innan um aðrar dagbækur og forna pappíra. Sigurður hafði cand.mag-próf í íslenskum fræðum og var […]

Continue Reading
landcruiser

Vottar Jehóva

Það er ekki slæmt að vera stefnuvottur á þessum síðustu og verstu. Ég brá mér út á KFC hérna í Mosó áðan þrátt fyrir fögur fyrirheit um stíft aðhald og þegar ég kom til baka renndi einn í hlaðið hérna til að afhenda mér milljónustu tilkynninguna um yfirvofandi nauðungarsölur, gjaldþrot og ég veit ekki hvað. […]

Continue Reading
elding

Engar smáræðis veðurfréttir

Full ástæða er til að vekja athygli á síðu Öldu Sigmundsdóttur, sjálfstætt starfandi blaðamanns, The Iceland Weather Report. Það er þó ekki veðurfar landsins sem þar er til umræðu heldur staða efnahagsmála hér, hruntíðindi og útskýringar á bágri stöðu þjóðar í vanda fyrir erlenda lesendur. Allt er þetta svo í bland við léttara efni og […]

Continue Reading

Myndbandið sjálft og bréf til Láru

Það er eingöngu skjótum viðbrögðum tæknideildar Miðnets að þakka að ég hef nú tengt upptöku af ræðu minni á Austurvelli á laugardag við síðuna og þarf ekki að vísa áhugasömum á aðra netmiðla. Um leið þakka ég Láru Hönnu Einarsdóttur vinkonu minni hlý orð í minn garð á bloggsíðu sinni og dyggan stuðning. Fyrir þá […]

Continue Reading
austurvollur

Kommúnistaávarpið hið nýja

Vegna fjölda áskorana birti ég hér ræðu sem ég flutti á kröfufundi Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands á Austurvelli á laugardaginn. Þetta er komið út um öll blogg og ég veit ekki hvað en það er ágætt að setja þetta hér líka enda er þarna að finna umbúðalausar skoðanir mínar á ýmsum mis-mætum mönnum. Myndband […]

Continue Reading
norski

Norska – nýr heimur

Norskunám er hafið af krafti hjá tungumálaskóla Mímis, hófst reyndar í gær. Reyndar má segja að við höfum verið orðin töluvert sjóuð í málinu fyrir eftir að hafa fylgst grannt með sjónvarpsþættinum Himmelblå sem Ríkissjónvarpið sýnir á sunnudagskvöldum. Argasta bull þannig séð en má þó hafa gaman af og sérstaklega nokkurt gagn því þarna er […]

Continue Reading
thurrkur

Að míga ryki

Á nýársdag skall á brakandi þurrkur í lífi mínu í samræmi við þá hefð mína síðan árið 2004 að snerta ekki áfenga drykki mánuðina janúar og febrúar. Reglan er sú að frá því að víman rennur af mér eftir áramótagleðskapinn vætist tunga mín ekki göróttum drykk fyrr en 1. mars. Þetta er þægilegur tími og […]

Continue Reading
arnipall

Blóði mun rigna á berar þjóðir

Þessi ágæta ljóðlína úr draumvísu í Sturlunga sögu á nokkuð vel við íslenskt þjóðfélag í janúar 2010. Ég hlustaði á Árna Pál félagsmálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hlustendum var gefinn kostur á að hringja og spyrja ráðherra í beinni. Lítið kom á óvart að helmingur fyrirspyrjenda (tveir af fjórum sem náðu […]

Continue Reading
gunni nelson

Take it ÍSÍ

Ég er hjartanlega sammála Ásgeiri Jónssyni, blaðamanni DV, um efni pistils hans Fáviska eða lélegur árangur? í helgarblaðinu. Þar fjallar hann um val á íþróttamanni ársins og reifar umræður um það hvernig á því standi að Gunnar Nelson, keppnismaður á heimsmælikvarða í brasilísku jiu jitsu og bardaga með frjálsri aðferð, komi ekki til greina en […]

Continue Reading