Archive | May, 2011

ecoli

Spænskættaður niðurgangur í kortunum

Nú hefst fjörið, hrikalegur E. coli-faraldur fer nú sem eldur í sinu frá Þýskalandi yfir Danmörku og Svíþjóð með stefnu á Noreg, að sögn Aftenposten og þeirra sérfræðinga sem blaðið ráðfærir sig við (frétt um fyrsta tilfellið í Noregi birtist á síðu blaðsins á meðan ég skrifaði þennan pistil). Sökudólgurinn er talinn vera innfluttar spænskar […]

Continue Reading
orn

Ernir – ekki bara flugfélag

Rúmlega 16.000 miðar eru seldir á tónleika Eagles sem hér verða haldnir með látum á Viking Stadion á hvítasunnudag. Aðstandendur tónleikanna gera sér vonir um að 20.000 miðar seljist á efsta degi en leikvangurinn rúmar 23.000 tónleikagesti. Rogalands Avis er með heljarmikla grein um viðburðinn í dag og stefnir allt í gríðarlega tónleika. Við keyptum […]

Continue Reading
aska

Öskudagurinn langi…

…er nýr hátíðardagur í Stavanger og nágrenni sem gengur út á að fagna því að sem lengst sé liðið frá deginum í gær en þá lömuðust flugsamgöngur frá flugvellinum á Sola. Ja, þær lömuðust nú reyndar ekki alveg en nóg til þess að farþegaflug gekk allt úr skaftinu og þyrluflug á olíuborpallana hérna úti á […]

Continue Reading
island gudbrands

Norsk landafræði

Klausuna hér að neðan má nú lesa í frétt vefútgáfu Stavanger Aftenblad sem fjallar um rénun Grímsvatnagossins. Þeir eru seigir í landafræðinni frændur okkar. (MYND: Íslandskort Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1590. Norðmenn halda sennilega að Ísland sé svona.) Grimsvötn er en av Israels mest aktive vulkaner. Den er dessuten lunefull og uforutsigelig, sier Einarsson. Han […]

Continue Reading
almenn mynd

Það sem ég kem mér í

Það er fátt um fína drætti í pistlum hjá mér í dag. Í einhverju maníukasti um daginn bókaði ég mig á tveggja daga námskeið í presentasjonsteknikk, það er að segja framsögu, kynningarfyrirlestrum eða bara almennu bulli fyrir framan hóp af fólki. Þetta er á vegum háskólasjúkrahússins en haldið á einhverri café latte-markaðsfræðistofu uppi á Forus. […]

Continue Reading
gosii

Svo þykist maður fylgjast með…

Þetta er nú ekki hægt, við fréttum af Grímsvatnagosinu frá Nýja-Sjálandi!!! Þar býr frænka hennar Rósu og hún setti myndir af ósköpunum á Facebook. Við uppgötvuðum þetta þegar við kveiktum á tölvum hér með kaffibollanum klukkan 14:24 að norskum tíma í dag. Þá hafði gosið staðið í um 18 klukkustundir og við höfðum ekki grænan […]

Continue Reading
harold camping

Ég gæti átt einn vinnudag eftir um ævina

Þessi pistill gæti orðið sá síðasti á atlisteinn.is. Svo verður alla vega klárlega ef eitthvað er að marka hárnákvæma spá Harold Camping um að heimsendir verði núna um helgina, nánar tiltekið klukkan sex á laugardagskvöld…sennilega að vesturstrandartíma Bandaríkjanna svo reikni nú hver sem er. Hálfömurlegur tími, mánudagsmorgunn er eini vitræni tíminn fyrir endalokin, helst rétt […]

Continue Reading