Um þessar mundir er hið norska fellesferie í algleymingi. Nánast allir eru í sumarfríi sem sagt. Þetta er mun áþreifanlegra fyrirbæri hér en á Íslandi, allt samfélagið fer hreinlega í dvala. Strætisvagnarnir eru á sumaráætlun frá 15. júní til 20. ágúst, þá fækkar ferðum um helming og varla er hægt að komast neitt bíllaus nema […]
Archive | July, 2012
Stappa og steik í Stavanger (er þetta nokkuð ofstuðlað?)
Við stóðumst ekki freistinguna í þessari einmuna veðurblíðu að kíkja í miðbæ Stavanger eftir vinnu í dag og athuga stöðuna á Gladmat-hátíðinni sem sett var með viðhöfn í gærkvöldi. Glampandi sólskin og 20 stiga hiti eru kjöraðstæður til að sækja hátíðir í miðbæinn enda var stemmningin svakaleg og manngrúin nánast of þéttur. Hressileg viðbót við […]
Bubbi 30. júní – sennilega hápunkturinn á ferli hans
Eftir smávægilega tækniörðugleika við að koma 1,4 GB myndbandi á vefinn birti ég stykkið loksins HÉRNA og búinn að naga alla útlimi af spenningi, Morthensinn fer á kostum í veislunni okkar á Spot 30. júní. Kom glóðvolgt á USB-lykli frá gamla landinu í dag. Myndbandinu er einnig streymt neðst í pistlinum fyrir þá sem kunna […]
Skeggið kvatt (A Farewell to Beard(s))
Ég gerði eins og Bjartur í Sumarhúsum í dag og rakaði af mér sumarskeggið. Þetta var þó reyndar ekkert sumarskegg, upphaflegur tilgangur þess var þátttaka í Mottumars í vor en svo teygðist eitthvað úr þessu hjá mér. Afraksturinn (í orðsins fyllstu merkingu) varð söfnun í tæpa átta mánuði, frá desemberbyrjun í fyrra og þar til […]
Myndirnar úr kirkjunni komnar í hús
Björgvin Hilmarsson var að senda mér 71 mynd sem hann tók við athöfnina 30. júní. Mjög vel gert hjá honum eins og ég vissi fyrir fram. Hann sendi mér myndirnar annars vegar í fullri stærð, ekki nema 717 megabæt sem mig minnir að samsvari um það bil bíómynd í fullri lengd, og hins vegar í […]
Og björgin klofnuðu…
Ég hef gerst aðili að alþjóðavæðingarupplýsingahakkavélinni Facebook. Þetta gerðist á sunnudaginn, 8. júlí. Lengi hafði ég spyrnt við fótum en brotnaði mánudagskvöldið 2. júlí þegar gömlu vinirnir mínir úr Garðabænum, svokallaðir Gamlir hundar sem margir gestir úr brúðkaupinu okkar muna eftir fyrir hart uppistand, lögðu fyrir mig þá snöru sem lengi mun uppi verða…gamlar myndir […]
Enn sleppa þeir mér lausum
Það líður varla það árið að ég fái ekki birta eftir mig einhverja vitleysu í virtum norskum tímaritum. Einhverjir muna kannski eftir glæstum sigri mínum í ljóðasamkeppni Háskólasjúkrahússins í Stavanger í fyrra, sem sagt var frá hér, en nú ber það við að Bulletin, fréttabréf NorSea Group, birtir eftir mig grein í nýjasta tölublaði sínu […]
Örninn er sestur!
Jæja, óumflýjanlegi dagurinn er runninn upp, síðasti dagur sumarfrísins. Við lentum á Sola-flugvelli í Stavanger klukkan 13:40 að staðartíma í dag. Höggið var næstum svipað og þegar við komum úr fríinu í Amsterdam í júlí í fyrra ef einhver man eftir því. Á morgun tekur vinnumarkaðurinn við, kaffibrúnn dagur bíður ferskur eftir oss, eins og […]