Ég átti von á flestu öðru en að ég ætti eftir að smakka bestu pizzur lífs míns í Portúgal af öllum stöðum en sú varð þó raunin í nýafstöðnu og margumræddu sumarfríi ársins. Veitingastaðurinn Pizzaria O Terraço við Rua João de Deus, skammt frá aðaltorginu í gamla bænum í Albufeira, lætur ekki mikið yfir sér, […]
Archive | August, 2013
Troða halir helveg en himinn klofnar
Við hjónin stóðum við áætlanir okkar og yfirlýsingar frá því í vor og mættum á fyrstu æfingu byrjendanámskeiðs í kickboxi hjá Stavanger Kampsportinstitutt í Gausel klukkan 18:00 í dag. Eins og ég hefði getað sagt mér sjálfur var það ekkert annað en helvíti á jörðu að finna smjörþefinn af slíkri hreyfingu eftir rækilegt hlé frá […]
Argentína – ekki bara steik
Á öðrum degi Íslandsdvalarinnar var farið í venjuhelgaða heimsókn á Argentínu steikhús, einn af föstustu punktunum í veitingahúsatilveru okkar hjóna. Ég á ekki hund svo einu skiptin í lífinu sem mér finnst ég skipta einhverju máli er þegar ég geng inn um þessar dyr á Barónsstígnum og beint í hlýjan faðm starfsfólksins sem veit að […]
Þögnin rofin
Jæja…það tók nánast fyrstu fjóra vinnudagana eftir sumarfríið að fá kaldan raunveruleikann til að seitla um sálina á ný og ekki var það auðvelt. Mánudagurinn var seigfljótandi hryllingur, þriðjudagurinn sjónarmun skárri og svo var landið nú farið að rísa þokkalega í gær og í dag. Fyrsta ferð í City Gym var á þriðjudag og ljóst […]