Archive | September, 2010

litla-hraun

Ég hlýt að vera Skagfirðingur

Ég ritaði nokkrar línur á einn af spjallþráðum Egils Helgasonar á Eyjunni í gær, eins og ég geri gjarnan, og kom þar auk annars inn á hvað Litla-Hraun verður kallað þegar Geir Haarde, Sigurjón Árna og þeir eru farnir að rífa í lóðin í ræktinni þar. Litla-Hrun auðvitað!!! Stundum held ég að ég hafi hreinlega […]

Continue Reading
domarahamar

Til hamingju Ísland

Vefsetrið atlisteinn.is fagnar því innilega að Geir H. Haarde fái að mæta Landsdómi en harmar jafnmikið að dýralæknirinn og fjármálaráðherrann fyrrverandi, Árni M. Mathiesen, sem steypti yfir okkur hatri Alistair Darling og Breta með einu símtali á bjagaðri menntaskólaensku haustið örlagaríka fyrir tveimur árum, verði ekki dreginn fyrir hinn sama dóm. Ólyginn sagði að Árni […]

Continue Reading
haust

Haustlitir og fleira

Ég fjallaði um það í pistli um daginn að haustið væri komið í Stavanger og rigning skollin á. Síðustu dagar hafa verið dásamleg undantekning frá því ástandi og einkum og sér í lagi í dag þegar sól skein í heiði í blankalogni og það í bland við byrjandi haustliti gróðursins. Kyrrðin var algjör. Ekki ætla […]

Continue Reading
rip

Atlanefndin

Þetta er hreint alveg frábær nafngift Ríkisútvarpsins á þingmannanefnd Atla Gíslasonar um landsdómsmálið. Ég ætla að stofna útibú frá Atlanefndinni hér í Noregi þegar í stað. Óljóst er þó um hvað sú nefnd muni fjalla en það er algjört aukaatriði, aðalmálið er að hér sé starfandi Atlanefnd. Sjónvarpsfréttir RÚV í gær voru stútfullar af athyglisverðu […]

Continue Reading
saudur

Lömbin þagna

Meira viðeigandi fyrirsögn er varla hægt að setja á síðustu dagana í lífi mínu. Á laugardagsmorguninn var lambalærum dælt í mig í fimm klukkustundir samfleytt til pökkunar. Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær. Það er alveg hreint magnað hvað hægt er að framleiða af sauðfé í Noregi og það sem meira er, norskir sauðir eru […]

Continue Reading
church_of_satan-emblem

Þegar ég gerðist meðhjálpari

Ég er svo heppinn að vera kominn með gestaskrifara hér á síðuna en það er enginn annar en faðir minn aldraður (sem sést meðal annars á því að hann ritar sína pistla með z). Honum þykir mér fulltíðrætt um brennivín í pistlum mínum og birti ég hér siðbót hans algjörlega óritskoðaða. Það er Guðmundur Elíasson […]

Continue Reading
innfli

Íslenskt brennivín slær í gegn

Innflutningsteitin  á laugardaginn gekk eins og í sögu og hefur drykkjan sennilega nálgast meðalrennsli lítillar jökulár þegar hún stóð sem hæst. Norsku gestirnir okkar tóku íslensku brennivíni til dæmis ákaflega fagnandi og sulgu það eins og enginn væri morgundagurinn enda hafa þeir sennilega ekki átt sér neitt líf þann dag. Hjörtur og Viktor komu færandi […]

Continue Reading
p9090121

Varahlutir í hansahillur

Þekkja einhverjir lesenda fólk sem er nógu sérlundað til að eiga varahluti í hansahillur? Í þessu tilfelli er átt við litlu tittina sem hillurnar sitja á og stingast í göt á veggstoðunum. Mig vantar nákvæmlega 42 stykki en hluti af lagernum mínum virðist hafa gufað upp á dularfullan hátt í flutningunum þrátt fyrir að vera […]

Continue Reading
treholt

Sprengjubók

Norskir fjölmiðlar loga bókstaflega eftir útkomu bókarinnar Forfalskningen sem blaðamennirnir Geir Malthe-Sørenssen og Kjetil B. Mæland settu í hillur bókaverslana í dag. Þar er því haldið fram að lögreglan hafi falsað gögn í máli norska embættismannsins Arne Treholt sem dæmdur var árið 1985 fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna og Írak. Höfundarnir halda því fram að […]

Continue Reading
mkata2007.jpg

Litið til baka

Nei, hér er ekki ætlunin að fjalla um ágæta metsöluplötu Gylfa Ægissonar sem samnefnist fyrirsögninni heldur langar mig að minnast þess að í dag, 7. september, er upp á mínútu áratugur síðan ég hóf að æfa shotokan karate hjá Karatefélaginu Þórshamri þar sem ég síðar átti eftir að sitja í stjórn í sex ár, þar […]

Continue Reading