Archive | Pistlar

Eru engin takmörk…?

Kanadískir vísindamenn vinna nú að því að rækta nýtt kúakyn sem ropar minna en þær hefðbundnu kýr sem nú tíðkast. Þetta er gert með umhverfissjónarmið að leiðarljósi en kýr eru ábyrgar fyrir þremur fjórðu hlutum af öllu því metangasi sem losað er í heiminum.

Continue Reading

Í fangelsi fyrir að klæðast sem nunnur á Krít

Sautján Bretar sitja nú í fangelsi á grísku eyjunni Krít og bíða ákæru fyrir að klæða sig upp sem nunnur og valsa þannig um bæinn Hania sem er vinsæll ferðamannastaður. Grikkir eru ákaflega viðkvæmir fyrir glensi og gríni á kostnað rómversk-kaþólsku kirkjunnar og líta málið mjög alvarlegum augum. Heimildarmaður innan lögreglunnar, sem breska blaðið Telegraph […]

Continue Reading

Strangasta skyndibitalöggjöf Bandaríkjanna

Yfirvöld í Massachusetts hafa löngum verið hrifin af boðum og bönnum og má það ef til vill til sanns vegar færa að þar sé fleira bannað en leyft. Húðflúrstofur eru bannaðar í ríkinu, enginn getur keypt svo mikið sem glas af appelsínusafa á vínveitingastað nema vera 21 árs gamall og nýjasta skrautfjöður regluverks Massachusetts eru ströngustu reglur um matseðla á skyndibitastöðum sem þekkjast í Bandaríkjunum.

Continue Reading

Ofskynjunarfiskur við Bretland

Fisktegund, sem veldur miklum ofskynjunum sé hennar neytt, hefur fundist við strendur Bretlands.

Hér er um að ræða fisktegundina blók, eða sarpa salpa, sem er aldeilis komin langt frá hefðbundnum heimahögum en þeir eru yfirleitt í Miðjarðarhafinu og kringum Suður-Afríku. Einn slíkur veiddist þó út af strönd Cornwall nú í vikunni og segja sérfræðingar það enn eitt dæmið um afleiðingar hnattrænnar hlýnunar á fiskistofna að hitabeltisfiskar séu nú farnir að spóka sig vandræðalítið svo norðarlega á hnettinum.

Continue Reading

Framleiðandi hraðamyndavéla nappaður á 160

Framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins Serco var sviptur ökuleyfi í sex mánuði eftir að hafa verið gripinn á rúmlega 160 kílómetra hraða á Volvo-bifreið sinni í Suffolk. Þetta væri þó vart í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Serco er leiðandi í framleiðslu og uppsetningu myndavéla sem hafa eftirlit með hraðakstri á breskum vegum og hefur […]

Continue Reading