Sjón er varpi ríkari – stiklað á 12 af 50 árum

Í dag eru 50 ár síðan Ríkisútvarpið hóf að fikta sig áfram með sjónvarp og innlent sjónvarpsefni leysti hið goðsagnakennda Kanasjónvarp af hólmi, mörgum menningarvitanum og hreintungustefnumanninum vafalítið til hrollkenndrar sælu. Sagnfræðingar eru betur til þess fallnir en ég að rifja atburði þessa upp í smáatriðum en mitt framlag til 50 ára afmælis íslenskra sjónvarpsútsendinga verður […]

Continue Reading

Ástráður Karl Guðmundsson – in memoriam

Þær voru óvæntar og nöturlegar, fréttirnar af því að Ástráður Karl Guðmundsson, viðskiptafræðingur og endurskoðandi,  samstarfsmaður okkar hjóna hjá tollstjóranum í Reykjavík hér áður fyrr, hefði kvatt þennan heim fyrir rétt rúmri viku, aðeins 56 ára gamall. Líkt og ávallt, við fráfall samferðamanna, hvarflar hugurinn til baka og ýmsar minningar skjóta upp kollinum. Auðvitað eru […]

Continue Reading

Þrjátíu ár á vinnumarkaði

Í dag minnist ég þess með tár á hvörmum að 30 ár eru liðin síðan formleg þátttaka mín á vinnumarkaði hófst þriðjudaginn 3. júní 1986 en þann dag hóf ég störf í unglingavinnunni í Garðabæ, fyrsta sumarið af fjórum. Fyrsti launaseðill ævi minnar sést hér á myndinni, 54 krónur á tímann uppskárum við yngsti hópurinn […]

Continue Reading

Addi reddari – in memoriam

„Þessi er alveg sérstaklega handa þér, Atli!“ sagði Kristinn Arnar Stefánsson, einnig – og jafnvel að mörgu leyti betur – þekktur sem Addi reddari, um leið og hann rétti mér fagurgrænan drykk í kokteilglasi þar sem við sátum á teppi á miðjum golfvellinum í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð sumarið 1998. Seint hefði ég búist við að […]

Continue Reading

Garðaskóli 49 ára – sæl minning

Nú er tilvalið að minnast þess að í dag eru 49 ár síðan minn gamli gagnfræðaskóli, Garðaskóli í Garðabæ, tók til starfa 11. nóvember 1966, rödd mín mun auðvitað drukkna í fagnaðarlátunum á 50 ára afmælinu svo ég færi þessi minningarorð bara fram núna í staðinn. Þarna átti maður býsna góða tíma frá hausti 1985 […]

Continue Reading

Sjafnaryndi

Nýliðinn sunnudag voru 25 ár liðin síðan ég hóf störf hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn (þess vegna er ég svona) 10. maí 1990, nánar tiltekið á lagernum í Garðabæ sem stóð þar sem Hagkaup í Kauptúni stendur nú. Þetta var sumarvinna, fyrra sumar af tveimur áður en Ístak tók við mér fjögur sumur. (MYND: Fyrsti launaseðill minn […]

Continue Reading

Fimm ár í Noregi

Dagurinn í dag, 11. maí, markar ávallt viss tímamót þar sem hann er flutningaafmælið okkar. Þriðjudaginn 11. maí 2010 lentum við hér í Stavanger og létum það verða okkar fyrsta verk að skipta um kennitölur og flytja lögheimili okkar til útlanda svo sem siður var vafasamra bankahrunsfyrirtækja á þeim skemmtilegu tímum. (MYND: Gengið á Preikestolen […]

Continue Reading

Af mögum

Vorið 2005, 2. apríl nánar tiltekið, gerðust mikil undur og stórmerki á árshátíð Karatefélagsins Þórshamars sem það árið var haldin í sal Lögreglufélags Reykjavíkur við Brautarholt. Þrír ungir menn stigu þá á svið og sýndu þaulæft magadansatriði eftir að hafa setið undir því árum saman að nokkrir kvenkyns félagar Þórshamars ættu eins konar einkarétt á […]

Continue Reading

Bjórdægr mætask nú fæti

Einhverjir skála á Facebook og líkast til víðar fyrir bjórafmæli í gær enda 26 ár liðin síðan blessaður mjöðurinn var leyfður vorið 1989 og við félagarnir höfðum orðið okkur út um einhverjar tvær kippur af Löwenbräu, því ódrekkandi þýska helvíti, til að fagna þessu skrefi menningarinnar. Sterkari bjórdagstengingu á þó dagurinn í dag, 2. mars, hjá […]

Continue Reading

Harmsaga korta minna

Nú varð það tíðinda um helgina að ég hef lent í mínu öðru greiðslukortasvikamáli um ævina. Varð ég þessa áskynja þegar ég fékk símtal frá kortaöryggisdeild Nordea-bankans í hádeginu í gær með fyrirspurn um það hvort ég hefði verið að reyna að framkvæma vörukaup á manekkihvaðasíðu.com sem væri amerísk netverslunarsíða. Ég varð að neita þessu […]

Continue Reading