Archive | March, 2013

fyrsti sopi 2013

Að lokinni lönguföstu

Lokið er þriggja mánaða göngu um dimman en lærdómsríkan dal, þurrkatíð 2013. Þetta eru töluverð tímamót í ár, hvorki meira né minna en tíundi þurrkurinn frá upphafi þurrka árið 2004. Eins og alltaf var tímabilið í ár hreinsandi og á flestan hátt mjög andlega gefandi. Það hefði að minnsta kosti verið býsna erfitt að sitja […]

Continue Reading
um bor

Keyrt um þverbak

Fjórðu hverja viku á ég mér ekki líf. Það er vikan sem ég á vakt við losun og lestun flutningaskipanna sem flytja tækjabúnað og rör út á olíuborpallana á Ekofisk og Eldfisk og svo til baka aftur að svo miklu leyti sem þessir hlutir koma til baka. Á hverju ári fara 17 milljónir tonna af […]

Continue Reading
falck

Offshore-skírteinin í hús

Frá og með nýliðnum föstudegi erum við hjónin komin með offshore sertifikat eftir fjóra stífa daga hjá Falck Nutec. Við höfum sem sagt leyfi hérlendra stjórnvalda til að ferðast með þyrlu út á olíuborpalla á norsku landgrunni og dvelja þar við störf. Það er svo sem ekki nema hálfur sigur þótt óneitanlega hafi tilfinningin verið […]

Continue Reading
bjorgunarbatadyfa

Eins konar sumarfrí

Við erum í sumarfríi þessa vikuna, að minnsta kosti þriðjudag til og með föstudags. Þar með er ekki sagt að við sitjum með freyðandi piña colada og horfum á sólina setjast í glóandi geislahafi í Norðursjóinn. Hins vegar erum við búin að synda töluvert í skærlitum flotbúningum í tveggja gráða köldum sjó í dag. (MYND: […]

Continue Reading
vorvedur

Fríhelgi og vor í lofti

Eftir tvær skólahelgar í röð eigum við okkar fyrsta helgarfrí í þrjár vikur. En sú tilfinning að vakna klukkan 11:57 og fá sér fyrsta kaffibolla dagsins í rólegheitum án þess að þurfa að hlaupa út úr dyrunum í vinnu eða skóla og eins gott að njóta þess svo sem kostur er því næsta fríhelgi eru […]

Continue Reading
okuskirteini

Enn eitt metið í hægagangi Norðmanna

Ég fékk nýja norska ökuskírteinið mitt með póstinum í dag frá Statens Vegvesen. Þetta teldist vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hálft ár er liðið síðan ég skilaði íslenska ökuskírteininu ásamt umsókn um norskt til Vegvesenet sem fer með útgáfu ökuskírteina, framkvæmd ökuprófa og alls konar umferðartengt eftirlit í konungsríkinu Noregi. (MYND: […]

Continue Reading