Bestu partýskólarnir að mati Playboy

Litið er til ýmissa þátta í rannsókninni og háskólarnir til dæmis flokkaðir eftir kynjahlutföllum, veðri á svæðinu og þar með því hversu ákjósanlegt er að fara um skólalóðina á sundfatnaði einum klæða, íþróttaiðkun, drykkju nemenda og síðast, en vonandi ekki síst, námsárangri við skólann.

Einn af stjórnendum rannsóknarinnar segir Playboy hafa neyðst til að líta til þess síðastnefnda fyrst fólk fari nú á annað borð í háskóla til að verða sér úti um menntun. Mörgum mun hafa komið á óvart að sjá Háskólann í Madison í Wisconsin í 6. sætinu þar sem almennt séð þyki menn ekki snöggir til teitinnar þar á bæ. Þetta skýrist hins vegar af svokölluðu bikini-hlutfalli sem vísar til veðurs á svæðinu og baðfatanotkunar í skólanum. Eftirfarandi eru þeir tíu heitustu:

1) University of Miami

2) University of Texas (Austin)

3) San Diego State University

4) University of Florida

5) University of Arizona

6) University of Wisconsin (Madison)

7) University of Georgia

8) Louisiana State University

9) University of Iowa

10) West Virginia University

Athugasemdir

athugasemdir