Þetta er Jóhann

jhannÍslenskri erfðagreiningu hefur tekist að einrækta páskaungann Jóhann eftir áratuga tilraunir. Jóhanni er ýmislegt til lista lagt, hann getur sagt örfá orð á íslensku, skitið, keypt hlutabréf í FL Group og kosið Lýðræðishreyfinguna. Færustu sérfræðingum deCODE hefur þó ekki enn tekist að gera Jóhanni kleift að fljúga en verið er að gera tilraunir með að kasta honum fram af byggingu Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Þetta skýrir útlit hans að nokkru leyti.

Jóhann hefur komið fram bæði hjá Jay Leno, í 60 mínútum og hjá Oprah Winfrey auk þess sem hann hitti Woody Allen í örstutta stund í þætti Racheal Ray sem taldi í barnaskap sínum að hún væri að fá til sín góða gesti. Það voru draumórar. Woody steig óvart á Jóhann og Jóhann skeit á gólfið. Að lokum birti tímaritið Scientific American umfjöllun um Jóhann og viðtal við hann þar sem honum tókst að vera illskiljanlegri en Sigur Rós í frægu útvarpsviðtali vestra.

Ekkert af þessu er Jóhanni að kenna. Jóhann er fórnarlamb erfðavísinda. Hann er skínandi dæmi um erfðabreytt matvæli sem er ætlað að rífa upp hlutabréfaverð vestrænna skyndibitakeðja. Það sést ekki á myndinni en hann er með fjóra fætur í þágu Kentucky og gulur á litinn svo uppstoppað hræ hans geti skreytt páskaegg geðsjúkra auðvaldssinna eftir dauða hans. Það er ekki hans sök að hann getur ekki talað og það er heldur ekki hann sem græðir á að vera erfðabreytt lífvera í höndum brjálaðra gróðaþyrstra vísindamanna.

Hver á þá sökina? Vinstri grænir? Nei. Vinstri gulir? Nei. Greenpeace? Varla. Það erum ég og þú, neytendur satans og kröfuhafar djöfulsins sem förum fram á að dýr eins og Jóhann séu búin til á tilraunastofum í Vatnsmýrinni. Okkur langar í kjúkling. Allir elska KFC…ég líka.

Jóhann, sjáumst á diskinum mínum! Góðar stundir guli skítur.

Athugasemdir

athugasemdir