Rod Blagojevich í raunveruleikasjónvarp

Þrátt fyrir að þetta hafi allt verið eintómur misskilningur að sögn ríkisstjórans, sem var nú bara að slá á létta strengi, eins og hann vildi meina við réttarhöldin, var hann sviptur embætti sínu. Menn á borð við Rod Blagojevich stoppa þó að jafnaði stutt á atvinnuleysisskrám enda hefur sú orðið raunin að NBC-sjónvarpsstöðin hefur samið við ríkisstjórann fyrrverandi um að vera ein af tíu stjörnum þáttarins Ég er frægur – komið mér burt héðan, eða I´m a Celebrity – Get Me Out of Here sem hefur göngu sína í sumar.

Eins og við er að búast er um raunveruleikaþátt að ræða og söguþráðurinn þar með auðvitað gegnheill. Þátttakendurnir tíu, allt frægir einstaklingar en með ólíkan bakgrunn, keppa í fjársöfnun til góðgerðarmála að eigin vali. Gráupplagt fyrir menn sem hafa reynt að afla sér fjár með ýmsum hætti enda er Rod karlinn talinn sigurstranglegur, að því gefnu að dómstólar veiti samþykki sitt fyrir þátttöku hans.

Athugasemdir

athugasemdir