vidburdur

Viðburður

Eldiviður vetrarins er kominn í hús ‒ eða réttara sagt bílskúr. Loksins létum við verða af því stórvirki, eftir að hafa rætt og hugsað málin síðustu þrjú haust, að kaupa eitt bretti af blönduðum viði, 1.000 lítra eins og það var auglýst, og hlaða staflanum inn í bílskúr. Mun hagkvæmara en það rótgróna fyrirkomulag síðustu þriggja […]

Continue Reading
haust13

Haust

Bak við mig bíður dauðinn,ber hann hendi styrkrihyldjúpan næturhiminhelltan fullan af myrkri. -Jóhann Sigurjónsson, Bikarinn, síðasta erindi. Eitt af hans allra bestu ljóðum að mínu mati. Hérna á vesturströnd Noregs er komið haust, engum blöðum um það að fletta, nema kannski laufblöðum. Fram undan eru rigningardagar, þverrandi birta, langar raðir bifreiða með pirrað fólk undir […]

Continue Reading
pizza

Af litskrúðugum pizzugerðarmeisturum

Ég átti von á flestu öðru en að ég ætti eftir að smakka bestu pizzur lífs míns í Portúgal af öllum stöðum en sú varð þó raunin í nýafstöðnu og margumræddu sumarfríi ársins. Veitingastaðurinn Pizzaria O Terraço við Rua João de Deus, skammt frá aðaltorginu í gamla bænum í Albufeira, lætur ekki mikið yfir sér, […]

Continue Reading
kampsport

Troða halir helveg en himinn klofnar

Við hjónin stóðum við áætlanir okkar og yfirlýsingar frá því í vor og mættum á fyrstu æfingu byrjendanámskeiðs í kickboxi hjá Stavanger Kampsportinstitutt í Gausel klukkan 18:00 í dag. Eins og ég hefði getað sagt mér sjálfur var það ekkert annað en helvíti á jörðu að finna smjörþefinn af slíkri hreyfingu eftir rækilegt hlé frá […]

Continue Reading
argentna

Argentína – ekki bara steik

Á öðrum degi Íslandsdvalarinnar var farið í venjuhelgaða heimsókn á Argentínu steikhús, einn af föstustu punktunum í veitingahúsatilveru okkar hjóna. Ég á ekki hund svo einu skiptin í lífinu sem mér finnst ég skipta einhverju máli er þegar ég geng inn um þessar dyr á Barónsstígnum og beint í hlýjan faðm starfsfólksins sem veit að […]

Continue Reading
portgal

Þögnin rofin

Jæja…það tók nánast fyrstu fjóra vinnudagana eftir sumarfríið að fá kaldan raunveruleikann til að seitla um sálina á ný og ekki var það auðvelt. Mánudagurinn var seigfljótandi hryllingur, þriðjudagurinn sjónarmun skárri og svo var landið nú farið að rísa þokkalega í gær og í dag. Fyrsta ferð í City Gym var á þriðjudag og ljóst […]

Continue Reading
fr 2013

Sumarfrí atlisteinn.is 2013

Þessir dagar sem maður heldur að ætli aldrei að renna upp gera það alltaf að lokum…fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí! Jæja, líka fyrsti dagurinn í sumarfríinu sem er svo sem ekki fyrr en á morgun tæknilega séð en fríið hófst við lok vinnudags klukkan 16:00 í dag. Þrjár vikur og tveir dagar af fullkomnu skeytingarleysi um […]

Continue Reading
skordr

Þú ert alltaf jafn geit-ungur

Sá tími fer nú í hönd að geitungar og önnur skordýraflóra með vængi, brodda eða fleiri fætur en ég fer að gerast allatkvæðamikil og nærgöngul við mennska sólarunnendur sem hafa ekki annað til saka unnið en að tylla sér út á svalir eða í garð með hvítvínsdreitil. Geitungar virðast hinar drykkfelldustu pöddur en þeir sogast […]

Continue Reading
stefn sig

Skuggar fortíðar

Hér hefur verið gestkvæmt um helgina eins og oft áður en nú bar svo við að Garðbæingur knúði dyra í gærkvöldi og upphófst við það hin mesta svallveisla sem viðstaddir höfðu af gagn og allnokkurt gaman. Þarna var á ferð Stefán Sigurðsson, mikið valmenni og lífskúnstner sem nam með mér við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í […]

Continue Reading