portgal

Einn, tveir og 40 – miðarnir í hús

Sumarið verður óvenjusnemma á ferð í vor þar sem ég var rétt í þessu að ganga frá kaupum á flugmiðum til sælureitsins okkar í Albufeira í Portúgal í lok mars. Það kemur ekki til greina að lífsklukkan slái 40 annars staðar en á ströndinni með risavaxinn piña colada í annarri og tvöfaldan G&T í hinni […]

Continue Reading
hoffman

Svíi þiggur brennivín – alvanalegt segja sérfræðingar

Samstarfskona mín, Jessica Hoffman, leit við á skrifstofunni hjá mér rétt í þessu og þáði verkalaunin fyrir að gera mér þann stórkostlega greiða að vera staðgengill minn ef til kæmi síðasta dag síðustu vaktaviku ársins 2013, sunnudaginn 29. desember. Um þetta var samið snemma í október gegn greiðslu í íslensku brennivíni og tilgangurinn augljós: Að […]

Continue Reading
tolva daudans

Allt er í heiminum hverfult

Vonandi gafst sem flestum færi á að lesa ferðasögu mína frá Íslandi um áramótin og skýrslu um viðkomu í Bergen á heimleiðinni frá Íslandi því þessir pistlar eru nú að eilífu horfnir inn í eitthvert rafrænt svarthol sem ég kann ekki að skýra að fullu. Í sem stystu máli hrundi vefurinn ásamt nokkrum fleiri vefjum […]

Continue Reading
jl2013

Við áramót

Vefsetrið atlisteinn.is óskar lesendum, vinum og velunnurum hvarvetna gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar innilega fyrir gnótt góðra athugasemda og jákvæðra skilaboða á árinu sem er að líða. Lengra komumst við nú ekki að þessu sinni…eins og segir í gamalli og góðri áramótaauglýsingu sem öruggt er að margir lesendur muna eftir en um […]

Continue Reading
toxicity

Jólagjafakaup – heimsmetin riða til falls

Föstudaginn 13. desember var látið til skarar skríða í operation: gjafir, rokið beint í verslunarmiðstöðina Kvadrat eftir vinnu og jólagjafainnkaupum lokið þar frá a – ö á sléttum 34 mínútum og það að meðtalinni rauðvínsferð í ríkið. Ég held að þetta sé met en vera má að árið 2004 hafi ég stútað þessu á 28 […]

Continue Reading
haf

Svona fór um sjóferð þá

Eftir sex vikna frekar erfiða umhugsun komst ég að niðurstöðu í síðustu viku og framkvæmdi hana án frekari tafa fimmtudaginn 28. nóvember: Bakkaði út úr starfinu hjá Rowan Drilling sem ég greindi frá hér um daginn. Ástæðan er ekki flókin og byggist á einfaldri stærðfræði þótt stærðfræði hafi aldrei verið mín sterka hlið. Um það […]

Continue Reading
slendingabk

Íslendingabók í loftið – draumurinn rættist

Facebook-samfélagið Íslendingar í Noregi fær dag hvern fjölda fyrirspurna inn á borð til sín varðandi allt mögulegt í sambandi við flutninga til Noregs. Hvernig ber að haga atvinnuleit, hvað með leiguhúsnæði, skatta, innflutning bíla, gæludýra og búslóða? Síðan er lokuð en við hleypum öllum inn sem um það biðja og erum fljótlega að detta í […]

Continue Reading
komle

Mitt á milli Stavanger og Washington

Nú er in skarpa skálmöld komin, eins og segir í Sturlungu. Styrjöld geisar í ConocoPhillips og snýst um hvorki meira né minna en matseðil mötuneytisins. Óskiljanlegt? Kannski, en þó ekki svo búi maður hér. Norðmenn halda fast í þá hefð sína að neyta matarins “komle” (einnig raspeball eða klubb) á fimmtudögum yfir vetrartímann. Þetta er […]

Continue Reading
sirdalii

Fear and Loathing in Sirdal

Nýliðin helgi markaði tímamót í lífi okkar hjóna þar sem nú teljumst við loksins hafa tekist á hendur tradisjonell norsk hyttetur, þó án þess að setja punktinn yfir i-ið með tradisjonell norsk mat. Sometimes death is better, eins og Stephen King gerði að ódauðlegum frasa í riti sínu um dýragrafreit nokkurn árið 1983. Eins var […]

Continue Reading