Enn sleppa þeir mér lausum

bulletin-greinÞað líður varla það árið að ég fái ekki birta eftir mig einhverja vitleysu í virtum norskum tímaritum. Einhverjir muna kannski eftir glæstum sigri mínum í ljóðasamkeppni Háskólasjúkrahússins í Stavanger í fyrra, sem sagt var frá hér, en nú ber það við að Bulletin, fréttabréf NorSea Group, birtir eftir mig grein í nýjasta tölublaði sínu (OK, blaðið kemur reyndar bara út tvisvar á ári).

Ég var svo sem ekkert að trana mér fram, stjórnendur spurðu hvort ég vildi ekki leggja mitt lóð á vogarskálar blaðsins þar sem þeir vita að ég hef loðað við blaðamennsku eða hún við mig. Maður lýgur ekki á ferilskránni…enn þá. Ég fékk efnislegar uppástungur á borð við ímynd fyrirtækisins eða hvers konar upplifun það væri að vera innflytjandi og nýr í olíubransanum en það heillaði mig ekki að verulegu leyti. Hvað ætti ég að skrifa um ímynd NorSea (eða ConocoPhillips þar sem ég vinn í rauninni)? Stórvirkar vinnuvélar, stór birgðaskip og fínt mötuneyti? Um þetta sjá þrautþjálfaðir markaðsfræðingar. Hvað síðari tillöguna snertir er án efa svipað að vera nýr í flestum brönsum, slightly amusing, but mostly…painful.

Þess vegna ákvað ég að draga íbúa Stavanger sundur og saman í logandi háði um þeirra helvísku mállýsku, Stavanger dialekt, og gat þar verulega byggt á því hvernig var að vera nýr í þeim bransa árið 2010. Síðan hef ég auðvitað tileinkað mér, valið og hafnað ýmsum framburðareinkennum auk þess að koma mér upp nothæfu safni af orðum sem eingöngu eru notuð hér, svo sem kjekt (frábært), øvejidde (dolfallinn) og dønakke (fífl) og fékk þarna tækifæri til að skemmta mér konunglega við að gera grín að þessu öllu. Kirsuberið á toppinn var að ritstjórnin birti greinina án breytinga eða athugasemda og svo fór blaðið í póst til allra starfsmanna NorSea Group í Noregi auk allra helstu viðskiptavina þeirra einhvern tímann á meðan ég var blindfullur að gifta mig og djamma á Íslandi.

Svo fæ ég bara helstu samstarfsmenn hlæjandi, grátandi eða hvort tveggja yfir mig þegar ég mæti til vinnu eftir sumarfrí í gær og var löngu búinn að gleyma helvítis greininni. Reyndar skiptust menn dálítið í nokkra hópa eftir búsetu í Noregi en ég greindi skýra fylgni milli jákvæðni og norðlægrar búsetu í landinu. Stavanger-búar móðguðust svo sem ekkert en fannst alveg magnað að ég upplifði þetta virkilega svona. Þeir verða bara að horfa lengi og alvarlega í spegilinn, Stavanger-framburður líkist bókmálsnorsku minna en færeyska líkist mandarín-kínversku.

Hér að neðan er greinin í heild sinni en hún er svo sem ekkert spennandi fyrir aðra en Norðmenn, Íslendinga, sem búa eða hafa búið í Noregi, eða hreina vitfirringa.

“Koffor ikkje?”

-En ondskapsfull reise i Norges mørkeste dialekt

“Kor dåkke e fra?” spurte resepsjonisten på Skatt vest med så voldsom skarring på r-ene at jeg vurderte å bruke førstehjelp. Jeg trodde jeg var helt sikker på min norsk etter fjorten uker på kurs hos Mímir språkskole på Island samt n episoder av Himmelblå på Ríkisútvarpið, den islandske rikskringkasting. Jeg ble helt øvejidde. Hadde jeg havnet i feil land? Neppe, alle skilter der i embedets første etasje var på klar og tydelig norsk til tross for at snakket språk hørtes ut som blanding av tordenskrall og livstruende pusteproblemer.

Etter en helt nauden og veldig ydmykende halvtime på skattekontoret, som på en uforklarlig måte førte til at jeg fikk norsk fødselsnummer og skattekort elleve dager senere, var det tid for å treffe nye utleierene våre på Forus som jeg hadde kun vært i kontakt med på e-post gjennom Finn.no. Denne gangen var sjokket like stort for begge partier. Jeg skjønte fortsatt ingen forbindelse mellom disse ubegripelige skarregrynter og min kjære og behagelige bokmålsnorsk fra Himmelblå og kursene hos Mímir. Unge ekteparet på Forus fikk helt dånedibbå da det gikk opp for dem at nye leietakeren, som virket ganske normal på skrivet norsk, hadde slett ikke samme kontroll over framstillingen av sine muntlige presentasjoner.

Situasjonen forverret seg sakte men sikkert over de neste ukene men så var det slik som øre og hjerne på en eller annen måte tilpasset seg dette helt nye og fremmede dialekt- og uttrykksmiljø og forståelsen krøyp ut av tåken. Det var jysla kjekt som man sier i Stavanger, jeg var begynt å mistenke at jeg måtte være en slags dønakke når det gjaldt denne merkelige varianten av norsk språk.

I dag går det stort sett greit. Jeg forstår i fleste tilfeller de mest robuste siddiser og er til og med i ferd med å gjøre forskjell på fine nyanser mellom stavangersk og jærsk, et stort vendepunkt for Islending med kronisk avhengighet av østlandsk for mindre enn to år siden. En ting må jeg uansett leve med: Jeg kommer aldri til å uttale brukbare skarre-r, tross jeg blir 100 år gammel. Me leg ikkje butikk!

[Skáletruð eru sérstök Stavanger-orðatiltæki.]


Athugasemdir

athugasemdir