Varahlutir í hansahillur

p9090121Þekkja einhverjir lesenda fólk sem er nógu sérlundað til að eiga varahluti í hansahillur? Í þessu tilfelli er átt við litlu tittina sem hillurnar sitja á og stingast í göt á veggstoðunum. Mig vantar nákvæmlega 42 stykki en hluti af lagernum mínum virðist hafa gufað upp á dularfullan hátt í flutningunum þrátt fyrir að vera kirfilega geymdur ofan í dollu undan Mackintosh-sælgæti ásamt öllum skrúfunum. Ekki þarf að geta þess að um frumgerðirnar var að ræða, sennilega um hálfrar aldar gamlar. Kopar í þessum þverleika fæst ekki lengur, að minnsta kosti ekki í Stavanger og nágrenni, en til stendur að reyna að fá þetta tilsniðið úr koltrefjaplasti finnist ekki önnur lausn. Það er bara ekki það sama eins og allir antíkáhugamenn þekkja. Þeir sem luma á ættingjum með gömlu hansahillurnar inni í geymslu ásamt fylgihlutum eru beðnir að kanna málið.

Athugasemdir

athugasemdir