Ég sendi Íslendingum öllum til sjávar og sveita hugheilar kveðjur á Menningarnótt í Reykjavík. Kveðjan kemur auðvitað tveimur dögum of seint vegna vinnu og bókaröðunar um helgina en myndin er rétt tímasett þar sem hún er tekin hérna úti í garði á laugardaginn. Fátt hressir betur eftir helgarvaktina en ískalt hvítvín með erfðabreyttum norskum jarðarberjum út í og sól í heiði. Ég játa að ég hefði gjarnan viljað ná Menningarnótt, ég hef alltaf skemmt mér konunglega á þeirri hátíð þótt ég muni ekki endilega allt sem gerist eftir klukkan 20.