Ég heiti Atli Steinn Guðmundsson og ég er Kentucky-fíkill (margradda englakór: Hæ, Atli). Ég velti því stundum fyrir mér hvort einn djöfullegan veðurdag muni ég heyra sjálfan mig fara með þessi orð á einhvers konar stuðningsfundi fólks sem einfaldlega getur ekki komist í gegnum einfalda vinnu-/skólaviku án þess að missa sig gjörsamlega í næsta útibúi […]
