Ert þú á felgunni?

Þessar bráðsmekklegu 15 tommu Benz-felgur eru til sölu. Upprunalegar að sjálfsögðu og voru áður á W124-bifreið af gerðinni 230 E sem p6290001einnig sést hérna og er sárt saknað. Hún andaðist sviplega 8. febrúar 2008. Þetta dökka neðarlega til vinstri á felgunni er ekki skemmd heldur óhreinindi sem ég nennti ekki að þrífa fyrir myndatökuna. Allar felgurnar eru heilar (annað en eigandinn). Umgangurinn fæst á litlar 24.000 krónur m/vsk og er óhætt að segja að enginn verði svikinn af slíkri eðalverðlagningu. Hægt er að ganga frá málinu í síma 898-8030 eða um netfangið atli@atlisteinn.is.

Athugasemdir

athugasemdir