Madoff 150 – Björgólfur 0

icesaveEkki gengju nú margir sáttir frá knattspyrnuleik sem lyki með þessum markatölum. Þó verður raunin sennilega sú þegar kemur að Icesave-meisturum okkar Íslendinga. Enn er ekki vitað hve mörg þúsund manns Bernard Madoff féfletti með hinni svokölluðu Ponzi-svikamyllu. Við búum þó svo vel hér á Íslandi að vita að Björgólfsfeðgar, Sigurjón Árnason og fleiri, sem fengu að leika sér með bankana í einhvers konar einka-matador, féflettu 300.000 manns. Madoff fær að rotna í klefa sínum í 150 ár. En Icesave-snillingarnir?

Ætli þeir fari nokkuð í fangelsi yfir höfuð? Ætli Björgólfur Thor sitji ekki áfram í sinni skrifstofu í London og hugsi daglega um Icesave-klúðrið eins og hann skrifaði í tárvotu bréfi til Illuga Jökulssonar og hinir haldi áfram að rista heilsteikt svín á kviðinn einhvers staðar í Austurlöndum og éta gull? Hugsanlega.

Nú mættu þingmenn allra náðarsamlegast taka afstöðu með þeim sem veittu þeim atkvæði sitt og umboð og fella þennan arfavitlausa Icesave-samning. Það verður nefnilega forvitnilegt að sjá gamla félagsmálaráðherrann, sem einu sinni starfaði fyrir fólkið í landinu en ekki ESB og Landsbankann, grípa til ‘plans B’ sem hún telur sig ekki þurfa.

Athugasemdir

athugasemdir