Verslaggever vanuit IJsland

rtlHella Hueck, sjónvarpsfréttakona hollensku RTL-sjónvarpsstöðvarinnar, heiðraði okkur í Leirutanganum með nærveru sinni í morgun og horfði á Ólaf Ragnar boða fagnaðarerindið. Við túlkuðum fyrir hana að gestrisinna manna sið og um tíma var hún í beinni útsendingu símleiðis í hollenska sjónvarpinu þar sem hún færði löndum sínum tíðindin. Við hefðum auðvitað getað logið hana fulla og sagt að Ólafur hefði ákveðið að samþykkja lögin en gerðum það samt ekki.

Hérna má horfa á fréttina eins og hún birtist í kvöldfréttatíma RTL. Áhorfendum er ráðlagt að horfa á alla fréttina og njóta hinnar hljómfögru hollensku en okkar þáttur í þessu öllu hefst um 01:00 á tímakvarðanum. Evrópskir fjölmiðlar hafa sýnt væntanlegum brottflutningi okkar til Noregs í vor mikinn áhuga (síðast Deutsche Welle í ágúst) en ekki eru þeir hissa enda hafa þeir fylgst með ástandinu hér heima, á landi sem þrír stjórnmálaflokkar og nokkrir bankamenn hafa gert óbyggilegra en Mars til frambúðar. Helsti munurinn er að við vitum þó fyrir víst að hér finnst vatn.

Athugasemdir

athugasemdir