Kistan var grafin upp á þriðjudaginn og líkskoðari lét það uppi í samtali við CNN að „óæskileg sönnunargögn” væru komin fram án þess þó að vilja segja nokkuð um hvort breytingar af mannavöldum hafi orðið á lengd líksins.
Ættingi hins látna segir útfararstjórann hafa fullyrt að kistan væri nægilega stór til að rúma jarðneskar leifar hans. Enn fremur sagði ættinginn að fjölskyldan hefði átt viðskipti við þessa sömu útfararþjónustu árum saman og hefði hún bókstaflega jarðað allan frændgarðinn. Nú væri hins vegar ekki víst að þau viðskipti héldu áfram kæmi í ljós að grunurinn um styttingu líksins væri á rökum reistur.