Á minnisblaðinu kemur fram að búnaðurinn sé stilltur á samanburðarstig sem nemi aðeins 30 prósentum, sem táknar að kerfið geri ekki athugasemd nema líkindi með andliti manneskju og mynd af henni í vegabréfi séu innan við 30 prósent.
Segir í minnisblaðinu að ekki hafi verið gefnar fullnægjandi skýringar á þessu en það tákni ekkert annað en að skekkjumörkin séu algjörlega óviðunandi. Fólk jafnólíkt í útliti og Osama bin Laden og leikkonan Winona Ryder muni ekki verða greint í sundur af búnaðinum sem varla geti talist mjög nákvæmt eftirlit.