Þar sem fagmennirnir versla…

gullaÞað borgar sig greinilega að auglýsa á atlisteinn.is, nokkrum sekúndum eftir að ég kvartaði yfir því hérna um daginn að fá ekki Bókatíðindi glóðvolg inn um lúguna sendi hún Gulla frænka mín mér þau með hraði…ja, reyndar með gamaldags pósti í umslagi en þau skiluðu sér engu að síður. Það er ekki oft sem maður fær póst og tímir ekki að henda umslaginu, ég geymi til dæmis aldrei umslög utan af gluggapósti. En Gulla er snillingur í skrautritun og kort hennar og gjafir iðulega prýdd íðilfögrum listaverkum. Mér nægir að nefna Íslandskortið sem hún gaf mér í níu ára afmælisgjöf 1983. Það hangir hér uppi á vegg með fagurri rithönd hennar á bakhlið. Takk Gulla mín.

Norska hagstofan er með einstaklega metnaðarfulla heimasíðu. Hérna má til dæmis fylgjast með fjölda íbúa í Noregi upp á sekúndu. Þeim fjölgaði um þrjá á meðan ég fór á klósettið í vinnunni í dag. Geri aðrir betur.
falling d
Ég verð að játa að ég hef sveimað dálítið um YouTube upp á síðkastið, svona til að gera eitthvað annað en að drekka brennivín, sofa og vinna (í þessari röð). Þar hef ég, auk þess að horfa á bardagaíþróttir og dauðarokksmyndbönd, dottið inn í nokkur myndskeið á vegum Steinþórs H. Steinþórssonar, öðru nafni Steinda junior. Fyrir utan að vera úr Mosó sem var mitt síðasta skráða heimili á Íslandi er Steinþór kolgeðveikur. Hins vegar er hann snillingur en geðveikir snillingar eru svo sem ekkert nýtt. Brjálsemin er rót snilligáfunnar sagði einhver. Ég verð að benda á innslagið Djöfull er mér heitt sem virðist á einhvern útópískan og pervertískan hátt byggt á hinni ágætu Michael Douglas-kvikmynd Falling Down frá 1993. Man einhver eftir henni?

Athugasemdir

athugasemdir