…sem íslenskar kvikmyndir skilja eitthvað eftir hjá mér en með sanni má segja að Jóhannes, sem skartar Ladda og fleira góðu fólki, hafi gert það með stæl í kvöld.
Ég vissi svo sem ekki við hverju ég átti að búast, hafði lesið bók Helga Ingólfssonar, Andsælis á auðnuhjólinu, sem myndin er byggð á og tekið bakföll af hlátri en hver veit við hverju maður á þá að búast á tjaldinu? Helgi kenndi sögu við Menntaskólann í Reykjavík þegar ég var þar við nám. Hann var býsna vinsæll kennari, harðskeyttur, brosmildur og fylginn sér.
Einhvern veginn skilaði gamansemi Helga sér mjög vel yfir á tjaldið fyrir utan að ég hefði viljað sjá hagmælta lögregluþjóninum gert hærra undir höfði (þeim sem sagði